Kendall Jenner opnar bar á Bahamas

Í seilingar fjarlægð frá hvítum sandi, hefur Kardashian stjarna opnað kokteilbar á Bahamas. Kendall Jenner sem er einungis 26 ára gömul, hefur opnað fyrsta 818 Shack barinn, en vörumerkið var fyrst sett á markað í maí á síðasta ári. 

Opnunarteitið var haldið nú á dögunum á Bahamas, undir berum himni þar sem drykkirnir flutu út við góðar undirtektir og kemur engum á óvart. Á matseðli má til að mynda finna drykkinn 'Berry Mint Kenny' sem er nefndur eftir Kendall og inniheldur tequila, jarðaber, lime safa, agave síróp og myntu. 

Nafnið eða númerið 818, á sér einnig sögu - en Kendall opinberaði í þætti hjá Jimmy Fallon að númerið væri svæðisnúmer fyrir Calabasas í Kaliforníu sem hún og Kardashian fjölskyldan nota til að hringja heim. 

Kendall Jenner hefur opnað bar á Bahamas.
Kendall Jenner hefur opnað bar á Bahamas. mbl.is/Sophie Sahara_SLS Baha Mar
Berry Mint Kenny er nafnið á þessum drykk, sem er …
Berry Mint Kenny er nafnið á þessum drykk, sem er nefndur eftir Kendall sjálfri. mbl.is/Sophie Sahara_SLS Baha Mar
mbl.is/Sophie Sahara_SLS Baha Mar
mbl.is/Sophie Sahara_SLS Baha Mar
mbl.is