Tveir íslenskir veitingastaðir tilnefndir

Ólafur Örn Steinunnar og Ólafsson, einn eiganda Brút, segir þetta …
Ólafur Örn Steinunnar og Ólafsson, einn eiganda Brút, segir þetta mikla viðurkenningu fyrir staðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir íslenskir veitingastaðir eru tilnefndir til Star Wine List verðlaunanna í ár fyrir framúrskarandi vínseðla. Um er að ræða veitingastaðina Brút og Dill sem tilnefndir eru en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn þann 9. október.

Ólafur Örn Steinunnar og Ólafsson, einn eiganda Brút, segir þetta mikla viðurkenningu fyrir staðinn.

„Þetta er auðvitað algerlega frábær viðurkenning fyrir okkur. Við höfum lagt mikinn metnað í að gera vínslistann okkar eins fjölbreyttan og hann er og að vera nefnd við hliðina á þessum kanónum í bransanum er auðvitað ekkert minna en stórkostlegt.“

Margir af þekktustu veitingastöðum Norðurlandanna eru tilnefndir til verðlaunanna en tilnefningin verður væntanlega mikil lyftistöng fyrir bæði Brút og Dill enda mikill fjöldi matgæðinga sem leggja jafn mikið upp úr víninu og matnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert