Hrekkjavökurófur fást á Selfossi

mbl.is/Skjáskot Skálpur

Á Selfossi fer fram sala á svokölluðum 'Hrekkjavökurófum' - en rófurnar hafa slegið í gegn hjá þeim sem halda hátíðlega upp á daginn. 

Skálpur á Stóru Sandvík á Selfossi selur rófur og rófufræ beint frá býli, en fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1979, þó að rófurnar hafa verið ræktaðar þar á bænum í næstum áratug fyrr. Sandvíkurrófan er talin vera safaríkari og bragðbetri en aðrar rófur - en rófufræið er harðgerðara og þolir betur íslensk veðurskilyrði en önnur fræ sem ræktuð eru erlendis. 

Hrekkjavökurófur eru öðruvísi en aðrar rófur sem við þekkjum til, því ræturnar eru ekki skornar af og eru það stórar um sig að auðvelt er að skera út hin ýmsu mynstur. Rófurnar má kaupa beint frá Skálpi í Stóru Sandvík og eins í Netto á Selfossi - en hver rófa kostar þúsund krónur. Eins má panta beint á Facebook síðu bóndans HÉR

Annað um rófur:

  • Rófur eru heilsubætandi! Þær innihalda t.d. trefjar sem hafa góð áhrif á líkamann. 
  • Trefjar hafa hemjandi áhrif á insúlín framleiðslu í líkamanum og dregur úr estrogenmagni í líkamanum. Þar af leiðandi stuðlar trefjarík fæða t.d. að minni líkum á brjóstakrabbameini. 
  • Trefjar stuðla líka að lækkun á blóðkólestróls og minnka því líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. 
  • Trefjarík fæða kemur meltingunni oft af stað. 

Hér fyrir má sjá hvernig rófur eru skornar út í ófrýnileg mynstur fyrir Hrekkjavökuna.

mbl.is/Skálpur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert