Bjóða upp á 'skelfileg' sætabrauð um helgina

mbl.is/mynd aðsend

GK bakarí á Selfossi eru þekktir fyrir að bjóða upp á spennandi nýjungar og bakkelsi sem enginn getur staðist. Bakaríið er komið í Hrekkjavökugírinn og eru með 'skelfilegt' sætabrauð á boðstólnum. 

Það eru Guðmundur og Kjartan sem standa vaktina á Selfossi og eru ekki við eina fjölina felldir í nálgun sinni á lífið og baksturinn – því yfirleitt kátt á hjalla þeim félögum. Við náðum tali af strákunum sem höfðu þetta að segja. „Við elskum að gera okkur dagamun og það er nauðsynlegt að brjóta upp grámyglulegan hversdagsleikann með smá kryddi,“ segir Kjartan. „Það er enginn lögbundinn frídagur frá frídegi Verslunarmanna og fram að jóladegi – svo haustið á það til að vera lengi að líða,“ skítur Guðmundur að og bætir við; „við tökum öllum afsökunum fegins hendi til að setja smá lit í dagana.“

GK bakarí lætur ekki sitt eftir liggja á Hrekkjavökunni.
GK bakarí lætur ekki sitt eftir liggja á Hrekkjavökunni. mbl.is/mynd aðsend

Um Hrekkjavökuhelgina ætla þeir félagar að bjóða upp á skelfileg súrdeigs graskersbrauð og í eftirrétt er hægt að grípa sér hræðilegt croissant fyllt með aðalbláberja custard. „Croissantið þessa helgina er virkilega óhugnalegt sem og góðkunningi þáttarins, snúður með marzipan-hindberjafyllingu og súkkulaði sem brá sér á stjá,“ segir Guðmundur. 

mbl.is/mynd aðsend

Þeir félagar segjast vera með heilan lista af hugmyndum sem fær ekki að fljúga og glotta þeir við tönn. En bakaríð þeirra hefur stækkað heilmikið frá fyrstu opnun og við spyrjum nánar út í það. „Betri stofan reis hratt síðasta sumar og var opnuð í haust. Þar geta gestir og gangandi látið líða úr sér í Chesterfield sófasetti, tekið leik í Mortal Kombat eða rifjað upp mannganginn yfir kaffibollanum,“ segir Kjartan en Guðmundur er snöggur að benda á að þeir skori á alla að finna sína innri rokkstjörnu og rífa í gítarinn sem þar stendur. 

mbl.is/mynd aðsend

Framundan hjá GK bakarí eru jólin í öllu sínu veldi en þeir byrja að skreyta um miðjan nóvember og fullklára á aðventunni. Þar verður enska jólakakan á sínum stað að sögn strákanna – sem er orðinn fastur liður hjá mörgum að njóta. 

mbl.is/mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert