Hamborgarinn sem gæti sett allt á hliðina

Sjúklega girnilegur hamborgari - það verður að segjast.
Sjúklega girnilegur hamborgari - það verður að segjast. mbl.is/Jamie Oliver

Við leggjum ekki meira á ykkur en þennan girnilega börger, sem á eftir að kveikja í öllum bragðlaukunum og bjarga helginni svo ekki sé minna sagt. Hver og einn getur margfaldað uppskriftina eftir þörfum - eftir því hversu margir eru í mat. 

Þetta er hamborgi helgarinnar

  • 3 kastaníusveppir
  • 125 g nautahakk
  • 2 beikonstrimlar
  • 1 hamborgarabrauð
  • 2 kúfaðar teskeiðar af sýrðum rjóma
  • Gúrka (súrar gúrkur ef vill)
  • 25 g cheddar ostur
  • 1 msk. Worcestershire sósa

Aðferð:

  1. Snyrtið sveppina og steikið á háum hita með skurðarhliðina niður á við, á stórri pönnu. 
  2. Skiptið hakkinu upp í tvær jafnstórar kúlur og fletjið hvora út í sirka 1/2 cm þykkt. Setjið beikon á hvora kúlu. Setjið hamborgarana á pönnuna með beikonhliðina niður á við og stráið klípu af sjávarsalti og svörtum pipar yfir. Steikið í 2 mínútur og snúið þá við og steikið áfram í 1 mínútu. 
  3. Hitið brauðið snögglega á pönnunni og setjið á disk. Setjð sýrða rjómann á brauðið og hamborgarann og sveppina þar ofan á. 
  4. Hitið rifinn cheddar ostinn á pönnunni (í sirka þeirri stærð sem hamborgarinn) og hellið Worchestershire sósunni yfir. Setjið ostinn ofan á borgarann, því næst koma gúrkurnar og brauðlokið á hamborgarann. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert