Ný lakkrísupplifun með Yuzu

Spennandi nýjung með Yuzu,
Spennandi nýjung með Yuzu, mbl.is/Lakrids by Bulow

Okkar ástsæli lakkrís frá Johan Bulow hefur tekið nýja stefnu og býður upp á óvænta bragðupplifun með Yuzu. 

Hér hefur fallega japanska sítrusávöxtinum Yuzu, verið blandað saman með rjómahvítu súkkulaði - og útkoman er fersk, þar sem bragðmiklir tónar frá ávöxtinum blandast saman við kjarna lakkrísins. Þunnt lag af fölgulu Yuzu dufti hefur að lokum verið stráð yfir hvíta súkkulaðið til að fullkomna upplifunina. Lakkrísinn er hluti af 'Lakrids Lovers' og kemur í takmörkuðu magni á heimasíðu Bulow, sem og í sérvöldum verslunum. 

mbl.is