Nei hættu nú alveg! Pepsi kynnir PILK.

Lindsay Lohan í pepsi auglýsingunni.
Lindsay Lohan í pepsi auglýsingunni.

Við höfum heyrt um ansi margt galið en að sannfæra Lindsay Lohan um að sulla saman pepsi og mjólk og kalla það PILK! er hreinlega algjörlega út í bláin... eða hvað?

Í nýjustu auglýsingu Pepsi sést Lindsay Lohan blanda drykkinn og láta vel af honum en reyndar eru tvær auglýsingar í gangi – þó báðar með sama þema.

Gaman er að sjá Lohan í sínu gamla formi en hvort að PILK verður nýjasta TikTok æðið skal ósagt látið – þótt við eigum alveg eins von á því.

View this post on Instagram

A post shared by pepsi (@pepsi)mbl.is