Besta leiðin til að geyma smákökur

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Smákökur geymast lengur með réttu aðferðinni - svo lengi sem þú klárar þær ekki á einu bretti. En oft eigum við til magn af kökum sem gott er að geyma án þess að þær skemmist of fljótt. Og hér færðu bestu ráðin til þess. 

  • Geymið alltaf smákökur í lofttæmdu íláti. 
  • Ef ílátið lokast ekki nægilega vel, má alltaf setja bökunarpappír, álpappír eða matarfilmu á milli formsins og loksins. 
  • Ef kökurnar eiga að liggja lengi í kökudósinni, þá er gott að setja bökunarpappír á milli 'hæða', því til lengri tíma getur það haft áhrif á lykt og bragð ef þær liggja allar í einum hnipp. Munið einnig að setja aldrei volgar smákökur saman, bíðið alltaf með að raða þeim þar til þær hafa alveg kólnað. 
  • Smákökur geta einnig dugað lengur ef þú setur þær í frysti. Síðan má taka þær út og setja inn í ylvolgan ofn og borða þær. 
  • Ef smákökurnar eru orðnar mjúkar og þú vilt þær stökkar á ný, þá setur þú þær inn í ofn í nokkrar mínútur og þær verða sem nýbakaðar. Hér er auðvitað verið að tala um kökur sem eru ekki með neinum glassúr eða slíku. 
Smákökur eru einstaklega góðar á aðventunni.
Smákökur eru einstaklega góðar á aðventunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is