Jólaísinn frá Skúbb kominn aftur

Skúbb ísgerð er að Laugarásvegi 1.
Skúbb ísgerð er að Laugarásvegi 1. Árni Sæberg

Mikil eftirvænting hefur verið hjá aðdáendum Skúbb síðastliðnar vikur vegna Skúbb jólaíssins í aðdraganda jólahátíðarinnar. Fyrirtækið hefur svarað kallinu og setur aftur á markað jólaís með ristuðum möndlum og gómsætu karamellusúkkulaði. Ísinn kom fyrst á markað fyrir síðustu jól og var mjög vinsæll að sögn for­svars­manna Skúbb. Hann var þá framleiddur í takmörkuðu upplagi og svo er einnig nú.

„Jólaísinn okkar hefur fest sig í sessi hjá mörgum yfir hátíðirnar og því mikil gleði meðal viðksiptavina okkar að ísinn sé kominn aftur í verslanir,“ segir Ása Hlín Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Skúbb.

Skúbb ís­gerð fram­leiðir einnig ís­tert­ur og er jólaís­tert­an í ár einnig með ristuðum möndl­um og góm­sætu kara­mellusúkkulaði toppuð með kara­mellu súkkulaðihjúp, kirsu­berja compoté og möndl­um. Þetta er sann­kallaður jólaís, ljúf­feng­ur og góm­sæt­ur og mun án efa verða vinsæll um hátíðarnar eins og í fyrra.

Ísinn fæst í Hag­kaup, Nettó, Frú Laugu, Mela­búðinni, Skag­f­irðinga­búð og í ísbúð Skúbb á Laug­ar­ás­vegi 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert