Einn frægasti svikahrappur heims með nýja þætti

Hin eina sanna Anna Delvey er í óðaönn þessi dægrin við að gera allt vitlaust. Delvey - eða Sorokin eins og hún heitir upprunalega - gabbaði elítuna í New York og sveik út milljónir dala þegar hún þóttist vera evrópskur erfingi af vönduðum ættum. 

Fjallað var um ævintýri hennar í Netflix-þáttunum Inventing Anna, sem eru þættir sem við mælum heilshugar með.

En Delvey er laus úr fangelsi og dvelst nú í stofufangelsi þar sem hún er alltaf að bralla eitthvað áhugavert. Nýjasta útspil hennar eru þættir þar sem hún býður áhugaverðu fólki í mat og miðað við athyglina sem fréttin hefur fengið um heim allan má búast við metáhorfi.

Delvey vonast eftir áhugaverðum viðmælendum en efst á óskalistanum eru Madonna, Elon Musk, Marina Abramovic og Sam Bankman-Fried, sem sjálfur er í stofufangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert