Valentínusargjöf fyrir bjórbelgi

Er þetta rétta gjöfin á Valentínusardaginn?
Er þetta rétta gjöfin á Valentínusardaginn? mbl.is/Budweiser

Það er ekkert meira rómantískt en kippa af bjór og rauðar rósir  eða hvað?

Bjórframleiðandinn Budweiser hefur tekið höndum saman við blómaframleiðandann UrbanStems til að fagna ástinni á degi elskenda sem óðum nálgast. Yfirskriftin er „This Bud's For You“ og ómar af rómantík fyrir þá sem elska ískaldan ölinn.

Ekki nóg með að fá rósabúnt með bjórnum, því sérmerkt kanna fylgir kaupunum sem þú getur nýtt áfram. Fyrir áhugasama, þá má skoða nánar HÉR. Annars væri skemmtilegt að sjá íslenska ölframleiðendur taka hugmyndina áfram hér á landi  við erum sannfærð um að það myndi slá í gegn.

mbl.is