Besta geymsluráðið fyrir skurðarbretti

Skurðarbretti eru ómissandi í eldhúsið.
Skurðarbretti eru ómissandi í eldhúsið. mbl.is/Ferm Living

Skurðarbretti eru nánast ómissandi hlutur í eldhúsið, en þau eru oftar en ekki plássfrek og erfitt að koma fyrir í skápum og skúffum. Þá er þetta frábæra trix dagsins að fara leysa þann hausverkinn.

Bretti geta verið misstór og ólík í laginu, því ekki svo auðvelt að koma þeim fyrir í lokuðum skápum. Því er frábær lausn að smella upp lítilli stöng (handklæðastöng) á hliðina á eldhúsinnréttingunni eða eyjunni og hengja á hana króka. Þannig geta brettin hangið snyrtilega og verið alltaf til taks þegar við þurfum á þeim að halda. Tiktok-arinn @fancyfixdecor sýnir okkur hér fyrir neðan hversu einfalt þetta getur verið.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert