Flugþjónn gefur góð ráð um matarvenjur um borð

Það er gaman að ferðast og að mörgu að huga …
Það er gaman að ferðast og að mörgu að huga er við förum í flug. mbl.is/Colourbox

Það er gaman að ferðast og ákveðin forréttindi sem fylgja því. En hvað er best að maula á meðan fluginu stendur? Ekki komumst við langt til að næla okkur í bita í 30 þúsund feta hæð og þá er betra að vera vel undir búinn.

Mike Crowley, þjónustustjóri hjá Delta Air ásamt fleiri sérfræðingum - deildu ráðum er stuðla að hamingjusamari flugferðum.

Borða fyrir lendingu
Það er ráð að borða eitthvað fyrir lendingu. Leyfðu þér að snarla á einhverju gómsætu áður en þú kemur á áfangastað. Það getur verið töluvert í næstu máltíð.

Krydd að heiman
Sumir vilja meina að flugvélamatur bragðist ekki eins og á landi. Ýmsar skýringar má rekja til þess, eða loftþrýstingur og hávær hljóð geta haft áhrif á bragðlaukana okkar. Þá er gott ráð að koma með sitt eigið krydd ef vill.

Komdu með snakkið
Þó að flugið sé stutt, er ekkert til fyrirstöðu en að mæta með uppáhalds snakkið sitt með sér - t.d. þurrkaða ávexti eða annað góðgæti. Gott er samt að sleppa hnetum þar sem fólk með bráðaofnæmi fyrir hnetum getur verið um borð í flugvélinni.

Vökvaskortur
Í flugi er hætta á að líkaminn ofþorni vegna lágs rakastigs, en talað er um að við missum um 240 ml af vatni úr líkamanum á hverjum klukkutíma á flugi. Því er mjög mikilvægt að drekka nóg af vatni um borð.

Teygjuæfingar
Fyrir utan mat og drykk er gott að skoða valkosti eins og teygjuæfingar á flugi. En slíkar æfingar má til að mynda finna á Spotify. Nú eða ná sér í hugleiðsluforritið Headspace.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert