Aldrei smakkað hamborgara

Leikkonan Tessa Thompson greindi frá hreint ótrúlegri staðreynd á dögunum þegar hún gekk rauða dregilinn. Aðspurð út í matarvenjur sínar sagðist hún aldrei hafa smakkað hamborgara.

Spyrilinn rak eðlilega í rogastans enda hafa sjálfsagt flestir jarðarbúar smakkað einhvers konar útgáfu af hamborgara. Thompson sagði að það væri einfaldlega þannig og á þessum tímapunkti væri þetta mögulega það eina merkilega við hana. Hún ætlar því greinilega að halda þessu til streitu en í sama viðtali greindi hún frá því að hún hefði smakkað egg í fyrsta skipti.

Niðurstaðan var sú að henni fundust egg ekkert spes og því má fastlega búast við að hún haldi áfram að forðast þau.

mbl.is