Trufflu-risottóið sem Eva Laufey elskar

Það er engin önnur en eldhúsgyðjan Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups sem galdrar hér fram eitt það allra geggjaðasta risotto sem sögur fara af. Tilefnið eru Sælkeradagar Hagkaups sem standa yfir en þar kennir ýmissa gúrmei-grasa fyrir matgæðinga. 

Evu Laufeyju þarf ekki að kynna enda hafa matreiðslubækur hennar selst í bílförmum og þjóðin hámhorft á matreiðsluþætti hennar um árabil.

Trufflu-risotto með sveppum

Fyrir 3- 4

 • 1 msk. Ítalíu-ólífuolía + klípa smjör
 • 1 laukur
 • 1 sellerístilkur
 • 2 hvítlauksrif
 • 4 dl arborio-hrísgrjón
 • 8 sveppir, smátt skornir
 • 8 dl kjúklingasoð
 • 2 dl hvítvín
 • salt og pipar
 • 60-80 g parmesanostur
 • 2 msk. sveppatrufflumauk frá Giuliano Tartufi
 • 1 msk. smátt söxuð steinselja

Aðferð:

 1. Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn, sellerí og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst arborio-grjónum út í og hrærið stöðugt.
 2. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli.
 3. Bætið parmesanosti, steinselju og trufflumauki við í lokin og kryddið til með salti og pipar.
 4. Setjið risotto á disk og rífið gjarnan niður parmesan og stráið yfir réttinn í lokin ásamt saxaðri steinselju.
mbl.is