Bestu ráðin fyrir tiltekt í bílskúrnum

Það þarf ekki að vera flókið verk að taka til …
Það þarf ekki að vera flókið verk að taka til í bílskúrnum. mbl.is/Colourbox

Að líta yfir geymsluna eða bílskúrinn, getur fengið okkur til að falla í yfirlið - þar sem verkið virðist óyfirstíganlegt miðað við allt dótið og draslið sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Hér fyrir neðan eru bestu tipsin, en við mælum með að skrifa fyrst niður hvernig og hvar sé best að byrja á verkinu - setja góða tónlist í eyrun og byrja. 

Rýmdu til á gólfinu
Fyrst af öllu þarftu að rýma gólfplássið í bílskúrnum, því það er ómögulegt að athafna sig ef plássið er ekki fyrir hendi. Notið allar hillur og skápa sem fyrir eru til að sortera og koma dótinu þar haglega fyrir. Festið upp veggkróka fyrir reiðhjól, kústinn eða annað og komið fyrir frekari geymslueiningum ef þörf er á.

Áttaðu þig á stærðinni
Ef þú ert óviss með hillustærðir í bílskúrinn, þá er mælst með að þær ættu ekki að vera meira en tæpur 2,5 cm á þykktina og 80 cm á lengdina - til að hillurnar geti borið þann þunga sem kunn vera. Eins skaltu láta skápa og hillur vera í það minnsta 45 cm frá bílsskúrshurðinni, til að forðast alla bleytu og annað í mikilli rigningu.

Talaðu við fagmann
Það er enginn skömm í því að leita aðstoðar fagmanns í verkið. Sérstaklega ef þú vilt fá gott skipulag í eitt skipti fyrir öll og skortir bæði tíma og færni til að skapa það rými sem þú vilt. Hér má leita til innanhússráðgjafa eða fara með „vandann” til þeirra sem selja lausnir fyrir geymslur og skúra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert