Heilsu-snickers sem kitlar bragðlaukana

Ljósmynd/Unsplash/Ruslan Khmelevsky

Ef þig langar að slá í gegn með lítilli fyrirhöfn þá eru þessir snickers-bitar hin fullkomna uppskrift fyrir þig. Bitarnir eru einstaklega ljúffengir, en það sem gerir þá skothelda er hversu einfalt er að útbúa þá.

Bitana er hægt að gera fyrirfram og geyma í frystinum, en þannig getur þú gengið úr skugga um að eiga alltaf til sætan bita sem kitlar bragðlaukana þegar gesti ber að garði. Til að toppa þetta allt saman þá eru bitarnir í hollari kantinum, en þeir eru lausir við glúten, smjör og hvítan sykur.

Hollara snickers

Botninn:

  • 202 g tröllahafrar
  • 224 g möndlumjöl
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 163 g brædd kókosolía
  • 161 g hreint hlynsíróp
  • 2 stór egg
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn á 180°C og setjið smjörpappír í bökunarform.
  2. Blandið saman höfrum, möndlumjöli, matarsóda, salti, kókosolíu, hlynsírópi, eggjum og vanilludropum í blöndunarskál.
  3. Setjið deigið í bökunarformið og dreifið úr því.
  4. Bakið í um 25-30 mínútur eða þar til botninn er orðin örlítið gylltur.

Hnetusmjörsblanda:

  • 1 bolli hnetusmjör
  • 80 g hreint hlynsíróp
  • 54 g brædd kókosolía

Aðferð:

  1. Blandið saman hnetusmjöri, hlynsírópi og kókosolíu í pott og látið malla rólega yfir meðalhita. Passið að hræra stöðugt í blöndunni.
  2. Látið malla í um 2 mínútur og takið blönduna svo af hitanum.
  3. Hellið blöndunni yfir botninn og setjið í frystinn þar til hnetusmjörsblandan hefur harðnað, eða í a.m.k. 30 mínútur.

Súkkulaði:

  • 1/3 bolli hnetusmjör
  • 340 g dökkt súkkulaði, saxað
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Bræðið saman hnetusmjör og dökkt súkkulaði. Leyfið blöndunni að kólna í um 5 mínútur og dreifið svo súkkulaðinu vel yfir hnetusmjörsblönduna.
  2. Setjið formið inn í ísskáp þar til súkkulaðið hefur harðnað, eða í a.m.k. 10 mínútur.
  3. Skerðu hollt snickers í bita og geymið í ísskápnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert