Indversku sendiherrahjónin buðu til fögnuðar í Hússtjórnarskólanum

Indversku sendaherrahjónin, Shri B. Shyam og Ramya Shyam buðu til …
Indversku sendaherrahjónin, Shri B. Shyam og Ramya Shyam buðu til fögnuðar í Hússtjórnarskólanum og kynntu vinnslu og matreiðslu á hirsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á dögnum stóð Indverska sendiráðið á Íslandi fyrir því að fagna Alþjóðlegu ári hirsi 2023 með skemmtilegum hætti. Sendiherra Indlands á Íslandi, Shri B. Shyam og frú Ramya Shyam buðu til fögnuðar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hirsi var í forgrunni og kynnt til leiks. Hirsi er samheiti yfir margar grastegundir eða kornættir sem ræktaðar eru víðs vegar um heim vegna fræjanna. Flestar hirsigrastegundir eru harðgerðar, hita- og þurrkþolnar og dafna í næringarsnauðum jarðvegi.

Margt var um manninn í Hússtjórnarskólanum og á meðal gesta var Dr. Vinutha Gowda, næringarefnafræðingur með kynningu sem sérhæfir sig í vinnslu og matreiðslu á hirsi og eftir kynningunni var sendiherrafrúin, frú Ramya Shyam með sýnikennslu og matreiddi fyrir boðsgesti indverska rétti þar sem hirsi fékk að vera í aðalhlutverki. Gestirnir voru úr veitingabransanum, matreiðslumenn, matreiðsluáhugamenn og heilsumarkþjálfarar.

Réttir gerðir og hirsi

Á næstu dögum munu birtast uppskriftir á Matarvef mbl.is af réttunum sem sendaherrafrúin bauð upp á í fögnuðinum og á heiður af. Það verður því kjörið tækifæri fyrir áhugasama að prófa og kynna sér spennandi rétti sem gerðir eru úr hirsi. Hirsi er skilgreint sem holl og heilnæm fæðutegund. Í heiminum er aukin eftirspurn eftir matvælum sem eru lífræn, græn og sjálfbær og skilja eftir sig eins litið kolefnisfótspor og hægt er. Hirsi er álitin vera sú fæðutegund sem uppfyllir allar kröfur um  sjálfbærni og hollustu.

Yesmine Olson og Solla Eiríks grænkeri með meiru létu sig …
Yesmine Olson og Solla Eiríks grænkeri með meiru létu sig ekki vanta í fögnuðinn en Yesmine var indversku sendiherra hjónunum til halds og traust. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikil ánægja var með indverskuréttina og nutu boðsgestir góðs af.
Mikil ánægja var með indverskuréttina og nutu boðsgestir góðs af. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Indversku réttirnir með hirsi slógu í gegn og glöddu viðstadda.
Indversku réttirnir með hirsi slógu í gegn og glöddu viðstadda. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nóg var um að vera í eldhúsinu þar sem matartöfrarnir …
Nóg var um að vera í eldhúsinu þar sem matartöfrarnir gerast. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sendiherra frúin Ramya Shyam var með sýniskennslu fyrir gestina.
Sendiherra frúin Ramya Shyam var með sýniskennslu fyrir gestina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér má sjá brot af þeim réttum sem í boðið voru.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert