Uppáhaldsmorgunverður Hönnu Þóru er kaldur chiagrautur

Hanna Þóra sviptir hulunni af sínum uppáhaldsmorgunverði sem er hinn …
Hanna Þóra sviptir hulunni af sínum uppáhaldsmorgunverði sem er hinn girnilegasti. Samsett mynd

Hanna Þóra Helgadóttir matreiðslubókahöfundur og matarbloggari með meiru sviptir hér hulunni af sínum uppáhaldsmorgunverði þessa dagana. Hún heldur úti uppskrifta- og bloggsíðunni Hanna Þóra.is. En Hanna Þóra fann sína hillu þegar hún prófaði ketó mataræði og hefur aldrei liðið betur eins og eftir að hún byrjaði á ketó mataræðinu.

Þessa dagana er uppáhaldsmorgunverðurinn hennar kaldur chia grautur sem hún bætir við vanillu og jarðarberjum. Þetta er lágkolvetna graut og að sögn Hönnu Þóru saðsöm og góð orka fyrir daginn. „Þennan graut tek ég reglulega með mér í vinnuna og er södd vel og lengi. Hann er fituríkur og saðsamur, góð orka fyrir daginn,“ segir Hanna Þóra.

Kaldur chia grautur með vanillu og jarðarberjum

  • 3 msk. rjómi
  • 1 dl möndlu/ kókosmjólk
  • 3 msk. chia fræ
  • 2-4 dropar stevía (nota með vanillubragði)
  • 2-3 stk.jarðarber smátt skorin
  • Örlítið salt - Bleikt salt er ríkt í steinefnum sem hentar vel á lágkolvetna mataræði

Aðferð:

1. Blandið öllu saman og setjið í krukku kvöldið fyrir notkun.

2. Takið daginn eftir eitthvað sem ykkur langar að nota til að toppa ofan á grautinn. Til dæmis möndluflögur og frostþurrkuð jarðarber.

3. Njótið þess að borða þennan dásamlega graut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert