Rómversk allsnægtaborð heitustu þessa dagana

Það heitasta í dag þegar góða veislu skal gjöra eru …
Það heitasta í dag þegar góða veislu skal gjöra eru þessi rómversku allsgnægtaborð sem eru svo falleg fyrir augað og ómótstæðilega girnileg. Samsett mynd

Miðað við boðskapinn sem samfélagsmiðlar boða í veisluhöldum eru ævintýraleg rómversk allsnægtaborð með frönsku og ítölsku ívafi langvinsælust þar sem hágæða hráefni er í hávegum haft. Veislugestir geta búið til sína eigin uppáhaldsostapinna og hvað það nú er og valið allt á milli himins og jarðar sem hægt er að bera fram þegar sælkerasmárétta hlaðborð er sett saman. Má þar nefna ávexti, grænmeti, osta, dressingar, parmaskinkur og sætmeti sem er raða frumlega upp og boðið er upp á litríka og fallega sjón. Matur og munúð er það sem er í forgrunni þegar þessi ómótstæðilegu og ævintýralegu allsnægtaborð eru sett saman og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér má sjá nokkrar útfærslu af slíkum veisluborðum og bökkum og við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Rómverskt allsgnægtaborð eins og þau gerast best. Fjölbreytnin í fyrirrúmi …
Rómverskt allsgnægtaborð eins og þau gerast best. Fjölbreytnin í fyrirrúmi og allir veislugestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá töfrana gerast þegar kræsingunum er raða upp með þessu frábæra skipulagi.

Listræn og falleg uppsetning á litríkum veislubakka.
Listræn og falleg uppsetning á litríkum veislubakka. Skjáskot/Instagram
Hér geta gestir búið til sína uppáhaldspinna með því sem …
Hér geta gestir búið til sína uppáhaldspinna með því sem hugurinn girnist. Skjáskot/Instagram
Bakkarnir á háborðunum er hver öðrum girnilegri og ávextir leika …
Bakkarnir á háborðunum er hver öðrum girnilegri og ávextir leika stórt hlutverk í rómversku allsgnægtaboðunum. Skjáskot/Instagram
Ætisblóm fá að njóta sín með kræsingunum og búin eru …
Ætisblóm fá að njóta sín með kræsingunum og búin eru til blóm úr hrákjötinu sem fegra veisluborðið. Skjáskot/Instagram

mbl.is