Dúndur góð berjabomba

Dúndur berjabomba er góð í morgunsárið.
Dúndur berjabomba er góð í morgunsárið. Unsplash/Francesca Hotchin

Í upphafi dags er ótrúlega gott að fá sér ferskan og bragðgóðan þeyting. Frosin ber gefa ferskt og gott bragð og þessi uppskrift er fullkomin fyrir þig ef þú ert hrifin/n af berjum.

Dúndur berjabomba

Fyrir 2-3 glös

  • 3 dl frosin ber, hindber, jarðarber og bláber eru góð blanda
  • 1 epli, lífrænt
  • 1 banani
  • 4 dl kókosmjólk eða vatn, kókosmjólkin gefur meiri fyllingu

Aðferð:

1. Skrælið eplið og skerið í bita.

2. Skerið banana í bita.

3. Setjið allt í blandara og þeytið vel saman.

4. Hellið í glas/glös og njótið hvers sopa

mbl.is