Vissir þú þetta um mintuna?

Piparminta er margslungin kryddjurt sem gleður bæði augu og munn.
Piparminta er margslungin kryddjurt sem gleður bæði augu og munn. Samsett mynd

Piparminta er afar fjölbreytt kryddjurt sem gleður bæði auga og munn á marga vegu. Mintan er mjög fersk á bragðið og gefur sérstakan ilm. Hún er mikið notuð í matargerð, sérstaklega í Englandi og Ameríku, og í raun um heim allan í dag. Í Englandi þykir minta ómissandi með lambakjöti og er orðin afar vinsæl hér á landi með grilluðum mat. Í Englandi er mintuhlaup oft borið fram með lambakjöti en hér á landi er oft útbúin dressing með mintu. Hér á landi nýtur mintan æ meiri vinsælda og á veitingastöðum er hún mikið notuð í matar- og eftirréttagerð.

Girnilegt að fá sér lambagrillspjót með ferskri mintu.
Girnilegt að fá sér lambagrillspjót með ferskri mintu. Unsplash/Sara Dubler

Góð í kokteilagerð

Minta er einnig góð í sósur og salöt, hún kemur með sumarlegt og frískandi bragð. Salat með mintu á vel við með grilluðum mat. Hún er líka mikið notuð í drykki, sérstaklega kokteilagerð, og margir vinsælustu kokteilarnir innihalda mintu eða eru skreyttir með mintu. Minta í ferskt vatn og sódavatn gefur líka gott bragð og útlit og vatnið verður girnilegra.

Mintan er gjarnan notuð til að skreyta og bragðbæta eftirrétti …
Mintan er gjarnan notuð til að skreyta og bragðbæta eftirrétti og eftirrétturinn Súkkulaðisyndin ljúfa er ávallt borin fram með mintulaufum og hindberjum. Unsplash/Jason Leung

Skraut á ábætisrétti

Minta er líka vinsæl sem bragðbætir og ferskt skraut á kökur og ábætisrétti. Minta og ís eru líka fullkomin tvenna. Þú ættir því alltaf að eiga mintu í ísskápnum eða í kryddjurtabarnum því hún gleður og bragðbætir lífið á marga vegu þegar njóta á matar og drykkjar.

Ferskt salat með grænmeti og ferskri mintu er frískandi og …
Ferskt salat með grænmeti og ferskri mintu er frískandi og mintukeimurinn gefur gott bragð. Unsplash/Shadi
Piparminta er mikið notuð í kokteilagerð.
Piparminta er mikið notuð í kokteilagerð. Unsplash/Tata Zaremba
Einn vinsælasti kokteill fyrr og síðar, moscow mule, er ávallt …
Einn vinsælasti kokteill fyrr og síðar, moscow mule, er ávallt skreyttur með piparmintu. Unsplash/Shangyou Shi
mbl.is