Leyndardómurinn bak við verðlaunakokteilinn hans Sævars

Sævar Helgi Örnólfsson sviptir hér hulunni af verðlaunakokteilnum sem á …
Sævar Helgi Örnólfsson sviptir hér hulunni af verðlaunakokteilnum sem á pottþétt eftir að slá í gegn í sumar. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ótrúlega ferskur og bragðgóður kokteill sem kemur þér í rétta stemningu. Þetta er stórfrægur vinningskokteill sem beheit Golden Ratio og van1. sæt í Gin & galdrakeppninni á Reykjavík Cocktail Weekend 2023. 

Hönnuður drykkjarins er einn af snillingunum á bak við Tipsý bar og lounge, Sævar Helgi Örnólfsson. Sævar sigraði íslensku Graham’s Blend Series kokteilkeppnina í mars síðastliðnum og var nýlega í Porto, þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd í Global Grahams's Blend Series. Sævar sviptir hér hulunni af verðlaunakokteilnum sem á pottþétt eftir að slá í gegn í sumar.

Girnilegi vinningskokteillinn, Golden Ratio, sem vann 1. sætið í Gin …
Girnilegi vinningskokteillinn, Golden Ratio, sem vann 1. sætið í Gin & galdrar keppninni á Reykjavík Cocktail Weekend 2023. Ljósmynd/Aðsend

Golden Ratio 

  • 30 ml Lillet Rosé 
  • 20 ml Sake 
  • 15 ml Grand Marnier 
  • 30 ml jarðarberja- & goji cordial (uppskrift hér fyrir neðan) 

Aðferð: 

  1. Drykkurinn er hrærður með klaka í 15 sekúndur, borinn fram í lágu glasi með einum stórum klaka og skreyttur með sítrónusneið fylltri með jarðar-berja gelatíni. 

Jarðarberja- & goji Cordial 

  • 800 ml vatn 
  • 425 g sykur 
  • 16 g sítrónusýra 
  • 13 eplasýra 
  • 3 g salt 
  • 400 g jarðarber 
  • 17 g þurrkuð gojiber 

Aðferð: 

  1. Öll hráefni eru sett saman í ílát.
  2. Kremjið jarðarberin vel og hrærið þar til allur sykur, sýrur og salt hefur leyst upp.
  3. Látið liggja í tvær klukkustundir og hrærið í blöndunni af og til. 
Sævar Helgi Örnólfsson sviptir hér hulunni af verðlaunakokteilnum sem á …
Sævar Helgi Örnólfsson sviptir hér hulunni af verðlaunakokteilnum sem á pottþétt eftir að slá í gegn í sumar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert