Ljúffengar brauðrúllur sem fullkomna brönsinn

Brauðrúllurnar eru ofureinfaldar og fljótlegar en ekki síður bragðgóðar.
Brauðrúllurnar eru ofureinfaldar og fljótlegar en ekki síður bragðgóðar. Skjáskot/Instagram

Þessar dísætu og einföldu brauðrúllur slá í gegn hjá ungum sem öldnum. Þegar tíminn er naumur og ekki svigrúm til að skella í pönnukökur eða aðrar kræsingar þá koma brauðrúllurnar sér vel og jafnvel bjarga brönsinum eða kaffitímanum. Fljótlegar og syndsamlega góðar!

Brauðrúllur með Nutella, jarðarberjum og bönunum

Fyrir 6

  • 6 stk brauðsneiðar af hvítu brauði
  • 1/2 askja jarðarber
  • 1 banani
  • 5 msk Nutella súkkulaðiálegg
  • 4 msk flórsykur
  • 1 1/2 msk smjör
  • 1 stk egg
  • 2 1/2 msk mjólk
  • Sprauturjómi (má sleppa).

Aðferð:

  1. Blandið egginu og mjólkinni saman
  2. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum
  3. Fletjið brauðsneiðarnar út
  4. Skerið jarðarberin og bananann niður í þunna og litla bita
  5. Smyrjið brauðsneiðarnar með súkkulaðiálegginu 
  6. Raðið ávöxtunum á brauðsneiðarnar
  7. Rúllið brauðsneiðunum þétt upp
  8. Setjið smjör á heita pönnu
  9. Leggið brauðrúllurnar varlega á pönnuna og steikið létt á hvorri hlið þar til fallegur brúnn litur hefur myndast.
  10. Takið af pönnunni, sáldrið flórsykrinum yfir hverja og eina rúllu og njótið þeirra vel. Ekki skemmir að hafa smá sprauturjóma sér við hlið þegar rúllurnar eru borðaðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert