Lúxusvínlestin í Napa Valley-dalnum

Napa Valley vínlestin býður upp á ævintýralega ferð og stoppar …
Napa Valley vínlestin býður upp á ævintýralega ferð og stoppar á frægum víngerðum á leiðinni. Samsett mynd

Napa Valley-dalurinn í Kaliforníu er þekktur fyrir vínframleiðslu sína, sem er í svipuðum gæðaflokki og frönsk og ítölsk vín.

Vínsmökkunarferðir í Napa Valley í Kaliforníu eru eftirsóttar ferðir til að heimsækja vínhúsin og vínbændur. Napa Valley-vínlestin býður upp á ævintýralega ferð og stoppar á frægum víngerðum á leiðinni. Lestin er ekki bara lest. Þú upplifir lúxus „vintage“ umhverfi, gróðursælt og fallegt landslag. Að auki er boðið upp á guðdómlega fjögurra rétta máltíð.

Jafnframt stoppar lestin í aðlaðandi og fallegum bæ sem tilheyrir dalnum og heitir St. Helena sem er þekktur fyrir glæsilegar verslanir, víngerðarhús og lúxuslífsstíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert