Heitt súkkulaði með bismark piparmyntubrjóstsykri

Heitt súkkulaði með bismark brjóstsykursmulningi sem yljar á köldum vetrardegi.
Heitt súkkulaði með bismark brjóstsykursmulningi sem yljar á köldum vetrardegi. Ljósmynd/Sjöfn

Hvað er rómantískara en að ylja sér við heitt súkkulaði með bismark brjóstsykursmulningi á fallegum vetrardegi þegar daginn tekur að stytta og skammdegið hellist yfir? Ekkert er betra en nærandi samverustund með fjölskyldu og vinum með heitan bolla í hönd. Síðan er það dásamlega við heita súkkulaðið að það má ávallt poppa það upp með einhverju sem minnir á að jólin koma senn, eins brjóta niður bismark piparmyntubrjóstsykur sem minnir á jólin. Það má líka strá rifnu súkkulaði yfir rjómann og svo er dásamlegt að fá sér góðan bita með heitu súkkulaðinu eins og piparkökuhjarta eða hina frægu Söru. Hér er góð uppskrift að heitu súkkulaði sem ég mæli með.

Að horfa á bolla með heitu súkkulaði yljar strax.
Að horfa á bolla með heitu súkkulaði yljar strax. Ljósmynd/Sjöfn

Heitt súkkulaði með bismark brjóstsykursmulningi

Fyrir 5-6

  • 200 g 70% dökkt súkkulaði
  • 1 l af mjólk að eigin vali, ég laktósafría mjólk
  • 1 expresso bolli vatn, gott að hita vatn í hraðsuðukatli og flýta fyrir
  • 1 peli þeyttur rjómi eða setja í rjómasprautu, þá er hægt að leika listir sína með rjómann ofan á heita súkkulaðið
  • Bismark piparmyntu brjóstsykur, mulinn eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að brjóta dökka súkkulaði niður í mola og leys upp í svolitlu vatni eða um það bil einum kaffibolla við vægan hita.
  2. Hitið einn lítra af mjólk að suðumarki og hellið honum saman við smátt og smátt og hrær í á meðan.
  3. Þegar þið eruð búin að hella allri mjólkinni út í og súkkulaði er orðið heitt og silkimjúkt er því hellt í góðan bolla og slettu af þeyttum rjóma bætt ofan á. Það má sleppa rjómanum ef vill.
  4. Að lokum er bismark brjóstsykurs mulningi stráð yfir.
  5. Njótið heita súkkulaðisins og yljið ykkur með góðum vinum og vandamönnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert