Krónhjörtur með rauðvínsgljáa í hátíðarbúningi

Krónhjörtur með rauðvínsgljáa með kirsuberjum og hungangsgljáðir seljurót með heslihnetum …
Krónhjörtur með rauðvínsgljáa með kirsuberjum og hungangsgljáðir seljurót með heslihnetum og trönuberjum. Að bera hátíðarmatinn fallega fram gerir matarupplifunina enn áhugaverðari og betri. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðskokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir eldar villibrað um jólin. Hér gefur hún uppskrift af krónhirti með rauðvínsgljáa með kirsuberjum og syndsamlega ljúffengt meðlæti í hátíðarbúningi.

Villibráðin er ofarlega á lista hjá Erlu og finnst henni ómissandi að njóta þess að framreiða ljúffenga villibráð í hátíðarbúningi.

„Ég er mjög mikið jólabarn og þarf eiginlega að halda aftur af mér að byrja ekki of snemma í jólaskapi og jólaundirbúningi,“ segir Erla sem þegar er byrjuð að undirbúa aðventuna og hráefnalistann fyrir jólamatseðilinn.

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er komin í jólaskap og búin …
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er komin í jólaskap og búin að setja saman jólamatseðilinn fyrir aðfangadagskvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Aðspurð segir Erla að það sé ekkert nauðsynlegt að halda í hefðir yfir jól og áramót, mestu máli skipti að vera með fólkinu sínu. „Mér finnst skipta máli að við fjölskyldan njótum þess að vera saman, borðum góðan mat og eigum góðar stundir saman. Reyndar finnst mér ómissandi að fá humarrétt sem mamma gerir alltaf á aðfangadag og hann slær algjörlega öll met.“ Jólamatseðillinn fyrir aðfangadagskvöld er tilbúinn og allt hráefni til taks en villibráðina sem er á óskalistanum fékk Erla í Hagkaup. „Ég og fjölskyldan mín erum búin að vera með krónhjört á aðfangadagskvöld í nokkur ár og ég held að við höldum okkur við það í ár en ég er ekki búin að ákveða hvað skal elda á áramótunum,“ segir Erla og er í þankahríð hvað áramótin varðar.

Krónhjörturinn er sannkallaður hátíðarmatur.
Krónhjörturinn er sannkallaður hátíðarmatur. mbl.is/Árni Sæberg
Syndsamlega ljúffeng steinseljurótin með heslinhnetum og hungangsgljáa.
Syndsamlega ljúffeng steinseljurótin með heslinhnetum og hungangsgljáa. mbl.is/Árni Sæberg

Krónhjörtur

 • 900 g krónhjörtur, file (fæst í verslunum Hagkaups)
 • 2-4 greinar garðablóðberg
 • 2-3 msk. smjör
 • olía eftir smekk og þörf
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Byrjið á því að hita ofninn í 120°C.
 2. Setjið salt og pipar á krónhjörtinn og brúnið á pönnu á háum hita upp úr olíu.
 3. Þegar kjötið er byrjað að brúnast vel bætið þá við smjöri og garðablóðbergi.
 4. Setjið inn í ofn við 120°C og náið kjarnhita 53°C.
 5. Hvílið kjötið í 10-15 mínútur áður en það er skorið.

Rauðvínsgljái með kirsuberjum

 1. 1 l nautasoð
 2. 50 g sveppir
 3. 1 stk. gulrót
 4. 2 stk. skallottlaukur
 5. 2-3 hvítlauksgeirar
 6. 2-3 greinar garðablóðberg
 7. 300 ml rauðvín
 8. 1-2 msk. sítrónusafi
 9. 3 msk. smjör
 10. 3-4 msk. amarena-kirsuber eða önnur kirsuberjasulta
 11. Skerið grænmetið gróft og brúnið í potti.
 12. Bætið rauðvíni við og sjóðið niður um helming.
 13. Bætið þá nautasoði við og sjóðið niður um helming á meðalhita.
 14. Sigtið og smakkið til með salti og sítrónusafa.
 15. Hitið sósuna að suðu og slökkvið undir.
 16. Hrærið köldu smjöri smátt og smátt til að þykkja hana og fá glans.
 17. Bætið að lokum við kirsuberjunum. 

Hunangsgljáð steinseljurót með heslihnetum og trönuberjum

 • 4 stk. steinseljurót
 • 2 msk. olía
 • 100 g heslihnetur, ristaðar
 • 50 g þurrkuð trönuber
 • u.þ.b. 100 g smjör
 • u.þ.b. 50 g hunang
 • salt

Aðferð:

 1. Flysjið steinseljurót og skerið í tvennt. Veltið upp úr olíu og bakið í ofni við 170°C í 15-20 mínútur.
 2. Saxið heslihnetur og trönuber og ristið á pönnu með dálitlu smjöri, leggið til hliðar.
 3. Steikið steinseljurótina á heitri pönnu upp úr smjöri.
 4. Þegar hún er orðin fallega gyllt bætið þá hunangi saman við og brúnið áfram á lágum hita. Berið fram með heslihnetum og trönuberjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert