Mjúkar og ljúffengar súkkulaðibitasmákökur  

Mjúku súkkulaðibitakökurnar hans Árna slá ávallt í gegn á aðventunni.
Mjúku súkkulaðibitakökurnar hans Árna slá ávallt í gegn á aðventunni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Annar í aðventu er á sunnu­dag­inn og í til­efni þessi opnar Árni Þor­varðar­son bak­ari og kenn­ari við Hót­el- og mat­væla­skól­ann jólasmákökuuppskriftabókina sína og deilir með les­end­um einni af sinni uppáhaldssmákökuuppskrift. Hér er á ferðinni uppskrift að mjúkum og ljúffengum súkkulaðibitasmákökum sem renna ljúft niður með ískaldri mjólk eða heitu súkkulaði. Árni vill halda í hefðir á aðventunni og nýtur þess að baka með fjölskyldunni um helgar og undirbúa aðventukaffi og þessi uppskrift er tilvalin til að fást við um helgina.

Árni Þorvarðarson bakari mælir með þessum dásamlegu súkkulaðibitakökum með helgarkaffinu.
Árni Þorvarðarson bakari mælir með þessum dásamlegu súkkulaðibitakökum með helgarkaffinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Súkkulaðibitasmákökur mjúkar

 • 227 g púðursykur
 • 324 g sykur
 • 324 g smjör
 • 3 stk. egg
 • 1 msk. vanilludropar
 • 607 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 243 g súkkulaðidropar - dökkir
 • 243 g súkkulaðidropar - úr mjólkursúkkulaði 

Aðferð:

 1. Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér.
 2. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
 3. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram. Gott er að skafa meðfram hliðum skálarinnar að minnsta kosti einu sinni.
 4. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við.
 5. Gott er að kæla deigið í klukkustund. Það má baka deigið strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna.
 6. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu.
 7. Bakið við 180°C í 10 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert