Súkkulaði- og kókostart með pólókexbotni sem þú átt eftir að elska

Ómótstæðileg terta.
Ómótstæðileg terta. Ljósmynd/Helga María & Júlía Sif

Hér er á ferðinni uppskrift að gómsætri súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni frá systrunum Helgu Maríu og Júlíu Sif. Þær eiga og reka veganistur.is. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur sem mun slá í gegn í næsta matarboði, veislu eða bara fyrir framan sjónvarpið á góðu kvöldi. Fyllingin er dúnmjúk á meðan botninn er stökkur og góður. Ofan á er svo gómsætt súkkulaðiganache sem erfitt er að standast.

Guðdómleg miðja.
Guðdómleg miðja. Ljósmynd/Helga María & Júlía Sif

Súkkulaði- og kókostart með pólókexbotni

Pólókexbotn

 • 200 g pólókex
 • 75 g vegan smjör eða smjörlíki

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Byrjið á því að mala kexið niður í matvinnsluvél eða blandara.
 3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við kexið.
 4. Þrýstið kexinu í botninum á "tart" kökuformi sem og upp alla kanta svo það þeki formið vel.
 5. Bakið í 8 mínútur.
 6. Taka úr ofninum og leyfið botninum að kólna alveg áður en fyllingin fer ofan í.

Súkkulaðikókos fylling

 • 1 ferna vanillusósa sem þeytist
 • 1 dós condenced coconut milk
 • 150 g suðusúkkulaði
 • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að þeyta vanillusósuna þar til hún verður vel loftkennd
 2. Bætið saltinu, kókosmjólkinni og bráðnu súkkulaðinu saman við í mjóum bunum á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Þeytið aðeins áfram.
 3. Hellið fyllingunni yfir pólókex botninn þegar hann hefur fengið að kólna alveg.
 4. Setjið í frysti í 30 mínútur áður en þið hellið súkkulaði ganache ofan á.
 5. Frystið í kökuna í að minnsta kosti 4 klukkustundir áður en hún er borin fram.
 6. Best er að taka kökuna úr frysti, taka hana strax úr forminu og leyfa henni að hvíla í 30 mínútur áður en hún er borin fram.

Súkkulaðiganache

 • 1 dl vegan rjómi
 • 100 g suðusúkkulaði
 • Súkkulaðikókos fylling

Aðferð:

 1. Hitið rjómann í litlum potti þar til hann fer aðeins að búbbla.
 2. Taka af hitanum og hellið súkkulaði dropum eða söxuðu súkkulaði út í, látið rjómann þekja súkkulaðið alveg og leyfið þessu að hvíla í 5 mínútur.
 3. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
 4. Hellið yfir kökuna og dreifið úr, setjið kökuna aftur í frysti.
 5. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka