Árni fékk þann heiður að þróa og skapa Good Good-páskaegg

Árni Þorvarðarson, bakarameistari og fyrirliði landsliðs íslenskra bakara, þróaði og …
Árni Þorvarðarson, bakarameistari og fyrirliði landsliðs íslenskra bakara, þróaði og skapaði þetta dásamlega GOOD GOOD-hjarta sem er stútfullt af litlum GOOD GOOD-páskaeggjum. Samsett mynd

Árni Þorvarðarson, fagstjóri í bakaraiðn hjá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, fékk það skemmtilega verkefni að þróa og skapa páskaegg úr GOOD GOOD-vörunum og það má með sanni segja að útkoman sé stórkostleg. Fegurð og bragð fer vel saman, páskaeggin laða bæði augu og munn að sér og munu sóma sér vel á páskaborðinu eða morgunverðarbakkanum á páskadagsmorgun.

Ljúffeng og hollari valkostur

„Okkur hjá GOOD GOOD langaði að taka þátt í páskunum með aðeins hollari páskaeggjum. Við höfðum samband við Árna fagstjóra í bakaraiðn og vert er að geta þess líka að Árni er einnig þjálfari íslenska landsliðsins í bakstri. Árni er mikill áhugamaður um vöruþróun og var markmiðið að búa til egg sem bæði væru ljúffeng auk þess að vera hollari valkostur,“ segir Arnar Jón Agnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá GOOD GOOD.

Súkkulaðihjartað fangar matarhjartað á augabragði.
Súkkulaðihjartað fangar matarhjartað á augabragði. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Gefa egg til fylgjenda

Aðspurður segir Arnar að í litlu páskaeggin hafi verið notaðar GOOD GOOD-vörur í fyllingarnar. „Notaðar voru margskonar GOOD GOOD-vörur í fyllingarnar. Eggin sem sjálf eru úr súkkulaði eru bæði bragðgóð og líta frábærlega út.“

Þar sem nú styttist óðum í páskana langar okkur að gefa nokkur egg til fylgjenda okkar á samfélagsmiðlum vikuna fyrir páska og biðjum ykkur því að fylgjast vel með,“ segir Arnar sem sjálfur er orðinn mjög spenntur fyrir páskunum.

Töfrabragðið

Árni hefur mikla ástríðu fyrir faginu sínu og leggur metnað sinn í að finna rétta bragðið. Hér fyrir neðan má sjá innihaldslýsingarnar á litlu páskaeggjakúlunum sem Árni töfraði fram.

Egg og 56% Callebaut-súkkulaði

  • Brúna kúlan er gerð úr dökku súkkulaði, Good Good-súkkulaði og Good Good-jarðarberjasírópi
  • Hvíta kúlan er gerð úr hvítu súkkulaði, Good Good-hnetusmjöri og karamellusírópi. 
  • Gula kúlan er gerð úr hvítu súkkulaði, lituð gul með Good Good-hvítu súkkulaði og Good Good-perufyllingu. 
  • Rauða kúlan er hvítt súkkulaði sem er litað rautt. Fyllingin er með Good Good-hvítu súkkulaði og Blackcurrant-fyllingu. 
Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert