Leikmenn United ná sér fyrir Liverpool leikinn

Rasmus Hojlund hefur verið að glíma við meiðsli.
Rasmus Hojlund hefur verið að glíma við meiðsli. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er vongóður um að fjórir lykilmenn liðsins komi til baka úr meiðslum fyrir viðureignina gegn Liverpool á morgun.

Manchester United tekur á móti Liverpool klukkan 15.30 á morgun í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

United-menn hafa verið án þeirra Rasmus Hojlund, Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Mason Mount í þónokkurn tíma en þeir eru nú allir mættir aftur til æfinga hjá félaginu. 

„Þetta var góð vika, Hojlund, Maguire og Wan-Bissaka voru allir með á æfingum í vikunni, við þurfum að sjá hvernig líkaminn þeirra bregst við álaginu en þeir ættu að vera orðnir góðir fyrir leikinn gegn Liverpool.“

Mason Mount hefur verið frá vegna kálfameiðsla í fjóra mánuði og því gæti verið að hann verði hvíldur á morgun en eftir leik fara deildirnar í Evrópu í hlé þar sem landsleikir eru á næsta leyti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert