Tekur Nagelsmann við Liverpool?

Julian Nagelsmann er landsliðsþjálfari Þjóðverja.
Julian Nagelsmann er landsliðsþjálfari Þjóðverja. AFP/Sascha Schuermann

Þýski knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samningsbundinn þýska landsliðinu þar til að EM í knattspyrnu lýkur í sumar en óvissa er um framtíð hans eftir stórmótið.

EM í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi í sumar og eru Þjóðverjarnir líklegir til sigurs en Nagelsmann tók við stjórn liðsins í september. Viðræður eru hafnar um framlengingu á samningi hans hjá Þýskalandi en ekkert er þó komið í ljós. Hann hefur þó talað um að hann íhugi að fara aftur í þjálfun á félagsliði. 

„Ef ég fæ tilboð frá Þýskalandi fyrir EM sem ég er sáttur með þá eru líkur á því að ég framlengi, en eins og er er ég ekki kominn með neitt tilboð fyrir framan mig og því get ég ekki svarað þessu núna.“ Samkvæmt fréttamiðlinum 90min hafa forráðamenn enska félagsins Liverpool fylgst með Nagelsmann eftir að í ljós kom að Jürgen Klopp myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert