Ber mikla virðingu fyrir LeBron James

LeBron James fagnar.
LeBron James fagnar. AFP/Ronald Martinez

Virgil van Dijk, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool segist líta upp til körfuboltastjörnunnar LeBron James en sá síðarnefndi er mikill aðdáandi félagsins og hluthafaeigandi.

James er einn besti körfuboltamaður sögunnar og gaf hann nýverið út fatalínu í samvinnu við enska knattspyrnufélagið. Eftir að LeBron James gaf út fatalínuna sagði van Dijk að hann væri mikill aðdáandi James og hugarfarsins sem hann lifir eftir. „Hugarfarið hans er frábært og hægt að yfirfæra það yfir á marga hluti í lífinu.“

„Ég reyni að ná því mesta úr lífinu og sjálfum mér auk þess að ýta liðinu mínu áfram og komast yfir hraðahindranir. Við erum á góðum stað en það er ekkert sjálfsagt, við höfum þurft að komast yfir krefjandi hluti, eins og að frétta að Jürgen væri að hætta eftir tímabilið. Ég fylgist vel með bestu íþróttamönnum í heimi og þeir spila stóran þátt í lífi mínu, þeir eru fyrirmyndir og maður getur lært af þeim. Kóngurinn hefur talað“ sagði Virgil van Dijk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert