Kunna lögreglumenn að mótmæla?

Lögreglumenn söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Lögreglumenn hafa verið samningslausir um nokkurt skeið en þeim er óheimilt að fara í verkfall eftir að um slíkt var samið árið 1986.

 En kunna lögreglumenn að mótmæla? „Já, ég held að við séum best í því, þetta eru að minnsta kosti friðsamleg mótmæli og gerum þetta eins og við viljum að aðrir geri," sagði  Bjarney Hannesdóttir, lögreglumaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert