238 ofbeldisbrot gegn lögreglu í ákærumeðferð

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýja skýrslu um ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýja skýrslu um ofbeldi gegn lögreglumönnum. mbl.is/Júlíus

Alls hafa 238 ofbeldisbrot, þ.e. hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni og ofbeldi gagnvart lögreglumanni, farið í ákærumeðferð á seinustu þremur árum. Ofelbisbrotum gegn lögreglu hefur þó ekki fjölgað síðustu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum.

Í fyrra voru 108 ofbeldisbrot gegn lögreglu skráð. Er það mat ríkislögreglustjóra að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar heildarstarfsmannafjölda miðað við núverandi skipulag, að því er segir í niðurstöðum skýrslunnar.

43% ofbeldisbrota á seinustu 3 árum fóru í ákæru, sem er nokkru hærra en fram kemur í rannsókn á ofbeldi gegn lögreglumönnum, en á árunum 2000–2005 fóru um 23% mála í ákærumeðferð. „Hafa ber í huga að nokkur mál frá árinu 2009 hafa ekki verið sett í lokaferil og því gæti þetta hlutfall hækkað. Rannsókn var hætt í um 47% þessara mála; þetta hlutfall kann að hækka samfara því að fleiri mál verða sett í lokaferil. Það bíða 32 mál afgreiðslu, þ.e. málið er hjá lögreglumanni sem taka mun ákvörðun um framhald málsins,“ segir í skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert