Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík

Ragnar Axelsson

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík

Kaupa Í körfu

ATBURÐIRNIR á Hvannadalshnúk í fyrradag hafa beint athygli fólks að lítt þekktri útkallsdeild innan Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík (FBSR), sem sendi sérþjálfaða fallhlífarsveitarmenn á vettvang með Fokkervél Landhelgisgæslunnar TF-SYN. FBSR er eina björgunarsveitin á landinu sem hefur á að skipa fallhlífarsveit en hún hefur þó ekki verið notuð í alvöru útkalli fyrr en nú í nærri 30 ára sögu fallhlífardeildarinnar. MYNDATEXTI Fallhlífardeild FBSR hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur lítið látið fara fyrir sér undanfarna áratugi en stökk óvænt fram á sjónarsviðið og þótti allforvitnileg. F.v. Atli Þór Þorgeirsson, Magnús Aðalmundsson, Pétur Kristjánsson, Snorri Hrafnkelsson, Hilmar Ingimundarson, Ólafur Haukur Ólafsson, Þórður Bergsson og Ottó Eðvarð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar