Siggu Lund var sagt upp og er hætt á Bylgjunni

Sigga Lund er hætt á Bylgjunni. Nokkrum var sagt upp …
Sigga Lund er hætt á Bylgjunni. Nokkrum var sagt upp í vikunni hjá Sýn. Samsett mynd

Útvarpskonunni Siggu Lund var sagt upp í vikunni en hún starfaði á Bylgjunni. Sigga Lund segir að nú séu kaflaskil en hún gengur frá borði full þakklætis. Sigga greinir sjálf frá uppsögninni á Instagram. 

„Ég fékk reisupassann í vikunni og starfa ekki lengur á Bylgjunni. Minna starfskrafta er ekki lengur óskað var mér tjáð,“ skrifar Sigga á Instagram. Hún er þakklát fyrir tímann hjá Bylgjunni og fyrir tækifærin sem hún fékk þar. Hún segist vera þakklát fyrir fólkið sem hún vann með og fyrir hlustendur. 

„Ég er líka bara svo þakklát fyrir þennan kafla sem er lokið. Hann var athyglisverður og mjög svo lærdómsríkur. Hann gaf mér færi á að vaxa heilan helling. Ég hlakka til næsta kafla, og þeysi af stað hvergi banginn. Ég hef aldrei verið betri og ég veit það, það er herslumunurinn,“ segir Sigga sem þakkar að lokum Bylgjunni og hlustendum fyrir að hlusta.

11 sagt upp 

Bylgjan er í eigu Sýnar en 11 starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu í vikunni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu störfuðu þess­ir starfs­menn þvert á svið þess.

View this post on Instagram

A post shared by Sigga Lund (@sigga_lund)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál