Vala kveður Bylgjuna sátt eftir uppsögn

Vala Eiríks starfaði á Bylgjunni.
Vala Eiríks starfaði á Bylgjunni. Skjáskot/Instagram

Útvarpskonunni Valdísi Eiríksdóttur, betur þekkt sem Vala Eiríks á Bylgjunni, var sagt upp í vikunni. Þrátt fyrir uppsögnina er hún þakklát fyrir tímann á Bylgjunni. 

„Ég er þakklát fyrir vinina sem ég hef eignast á Bylgjunni, ég er sérstaklega þakklát fyrir hlustendur sem mér þykir ofboðslega vænt um,“ segir Vala. Hún ætlar að byrja á því að hvíla sig aðeins en er viss um að spennandi tækifæri bíða handan við hornið.

Vala starfaði í morgunþættinum Bítinu. Hún var einnig umsjónarmaður óskalagaþáttarins Með kærri kveðju á sunnudögum. 

Bylgjan er í eigu Sýnar en fyrirtækið sagði upp 11 manns í vikunni. Í morgun greindi Smartland frá því að útvarpskonan Sigga Lund hefði einnig fengið uppsagnarbréf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál