10 sniðugustu sparnaðarráðin í dag

Margir þurfa að glíma við tóm veski á nýju ári.
Margir þurfa að glíma við tóm veski á nýju ári. Ljósmynd/Colourbox

Það að fara vel með peninga snýst ekki bara um að eyða minna heldur einnig að tileinka sér ákveðinn lífsstíl - fá meira út úr því sem við eigum og njóta þess sem er ókeypis. Hér fyrir neðan má sjá ráð frá fólki sem hefur tileinkað sér þennan lífsstíl.

1. Fá tilboð í tryggingar

„Á hverju ári leita ég tilboða í tryggingarnar. Ég hef sparað heilmiklu á því að skipta um tryggingafélag.“ 

2. Kaupi allt á miðvikudögum

„Ég hef komið mér upp kerfi þar sem ég kaupi bara hluti á miðvikudögum. Þá á ég við hluti á borð við mat, bensín og annað tilfallandi. Ef mér finnst ég vanta eitthvað þá þarf ég að bíða til miðvikudags. Oftar en ekki þá þarf ég ekki lengur á því að halda eða að löngunin er horfin. Þannig næ ég að koma í veg fyrir óþarfa eyðslu.“

3. Borðaðu það sem er til

„Borðaðu það sem er til í ísskápnum eða skúffunum. Margir eru hissa hvað þeir ná mörgum máltíðum út úr því sem leynist heima. Svo er gott að setja afganga og matarleifar í litla nestispoka og fyrsta. Afskurðum af grænmeti má t.d. safna saman yfir langan tíma og áður en maður veit af er maður kominn með grunn í súpu eða seyði.“

4. Taktu til á samfélagsmiðlum

„Reyndu að vera meðvitaður um þá sem þú fylgir á samfélagsmiðlum. Maður ætti til dæmis að hætta að fylgjast með þeim sem eru að spreða eða lifa hátt. Svo er sniðugt að fylgja þeim sem kenna manni að versla rétt.“

5. Reyndu að gefa gömlu nýtt líf

„Það skiptir miklu máli að nota það sem maður á og njóta þess. Þetta er spurning um hugarfar og þá þarf maður ekki að kaupa sér jafnmikið ef maður er sáttur við það sem maður á.“

6. Gerðu við það sem hægt er

„Ég átti bakpoka sem var rifinn og ég gat gert við hann sjálf. Það var mjög gott og ég þurfti þá ekki að fara út í búð og kaupa mér nýjan. Þá er hægt að finna myndbönd á Youtube um nánast allt milli himins og jarðar. Ef eitthvað bilar þá reynir maður fyrst að læra að gera við það í gegnum Youtube.“

7. Vörur á tilboði í matvörubúðum

„Gott er að hafa augun opin fyrir tilboðsrekkum í matvörubúðum. Oft er hægt að finna eitthvað sem fer að nálgast síðasta söludag en er samt alveg í góðu lagi að borða. Þá er hægt að kaupa það til að fyrsta.“

8. Farðu á bókasafn

„Á bókasöfnum má finna allt milli himins og jarðar eins og t.d. bækur, púsl, DVD og aðra afþreyingu. Svo eru oft skemmtilegir viðburðir á bókasöfnum.“

9. Get ég keypt þetta seinna?

„Spurðu þig alltaf „get ég keypt þetta seinna?“ Það að fresta einhverju minnkar löngunina til mikilla muna. Það að gefa sér góðan tíma í að ákveða kaup eykur líka líkurnar á að maður leiti frekari tilboða og finni út hvar hagstæðast sé að kaupa hlutinn.“

10. Finna sér félaga í sparnaði

„Það er frábært ef maður getur verið í félagsskapi með einhverjum sem deilir sömu markmiðum þegar kemur að því að spara. Það er næstum ómögulegt að spara ef makinn er ekki sama sinnis. Hafðu þetta í huga ef þú skyldir vera í makaleit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál