Sverrir Norland orðinn bankamaður

Sverrir Norland rithöfundur er farinn að vinna í banka.
Sverrir Norland rithöfundur er farinn að vinna í banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Sverrir Norland keypti sér ný jakkaföt í París á dögunum til að undirbúa nýjan kafla í lífinu. Hann hefur ráðið sig til starfa í Arion banka sem sérfræðingur í samskiptum og sjálfbærni. Í samtali við Smartland segir hann að þetta hafi komið óvænt upp en hann sé þó ekki búinn að setja ritstörfin á hilluna. 

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari nýju áskorun – Arion banki er frábær vinnustaður, fremst á öldufaldi tækninnar og stafrænna breytinga, og margt spennandi í gerjun hérna. Ég er þannig týpa að ég þrífst best í smá aksjón innan um skemmtilegt og drífandi fólk og kem hingað inn til að hjálpa til við öfluga upplýsingagjöf bæði innan- og utanhúss. Og svo eru það auðvitað umhverfismálin. Bankar hafa brjálæðisleg mikil áhrif á það hvernig sjálfbærni samfélagsins þróast og eftir að hafa síðustu ár fjallað um þau mál í ræðu og riti finnst mér spennandi að taka þátt í að hreyfa við hlutunum úr annarri átt. Ég er samt auðvitað ekki hættur að skrifa skáldskap. Næsta bók svo gott sem smollin saman og síðan er ég strax farinn að sjá fyrir mér æsilega skáldsögu sem gerist í banka, metsölubók sem verður uppfull af slúðri og svakalegum fjármálatýpum. Úps! Sagði ég þetta upphátt? Þú mátt alls ekki segja neinum frá því verkefni þá þorir enginn í bankanum að tala við mig lengur,“ segir Sverrir. 

Sverrir var gestur Heimilislífs á dögunum þar sem hann sagði frá hugmyndum um lífið og tilveruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál