Vinnan hjá Goop brenglaði sjálfsmyndina

Gwyneth Paltrow og Elise Loehnen unnu náið saman í Goop.
Gwyneth Paltrow og Elise Loehnen unnu náið saman í Goop. Skjáskot/Instagram

Elise Loehnen segir starf sitt hjá Goop, heilsufyrirtæki Gwyneth Paltrow, hafi brenglað samband sjálfsmynd sína. Eftir að hún sagði skilið við starfið þurfti hún að leggjast í töluverða vinnu við að rækta á ný samband sitt við líkamann.

Loehnen var mjög háttsett innan fyrirtækisins og hægri hönd Paltrow. Hún hætti fyrir tveimur árum til þess að skrifa bók og setti á fót eigið hlaðvarp Pulling the Thread.

Goop leggur mikla áherslu á heilsumiðuð úrræði og eru hreinsanir og föstur þar áberandi. Loehnen prófaði ýmsar hreinsanir á meðan hún starfaði þarna. Nú hefur hún alfarið sagt skilið við slíkt.

„Fyrir mér voru þessar hreinsanir eins og hver önnur megrun og aðhald. Mér fannst ég ekki eiga í heilbrigðu sambandi við líkama minn, líkt og ég væri alltaf að reyna að refsa honum og ná stjórn á honum,“ sagði Loehnen á samfélagsmiðlum.

„Síðustu tvö ár hef ég því verið að borða líkt og unglingur og haft mikla ánægju af. Það hefur verið heilbrigt á þann hátt að ég er nú að sleppa tökum á þeirri hugmynd hvernig líkaminn minn eigi að líta út þegar ég er 42 ára og hef eignast tvö börn. Ég þurfti að hætta að gagnrýna, refsa og skammast mín. Allt. Ég hætti alfarið að vigta mig.“

Loehnen segist nú samt átta sig á að það að borða eins og unglingur sé kannski ekki endilega best fyrir líkamann til langs tíma. „Stundum verður mér illt í maganum af óhollustunni. Það er einhver millileið sem maður verður að fara.“

Gwyneth Paltrow hefur verið leiðandi í heilsuiðnaðinum síðustu ár. Öfgakenndar …
Gwyneth Paltrow hefur verið leiðandi í heilsuiðnaðinum síðustu ár. Öfgakenndar hreinsanir eru einkennandi hjá Goop. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál