Umdeild morgunrútína Kardashian

Morgnarnir eru heilagir hjá Kourtney Kardashian sem fylgir afar sértækri …
Morgnarnir eru heilagir hjá Kourtney Kardashian sem fylgir afar sértækri morgunrútínu. Samsett mynd

Nýverið gaf raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian aðdáendum sínum innsýn í morgunrútínu sína. Hún hlaut í kjölfarið talsverða gagnrýni þar sem aðdáendur sökuðu hana um að vera gjörsamlega úr takt við umheiminn. 

Kardashian birti á dögunum grein á lífsstílsvef sínum Poosh með yfirskriftinni: „Hvernig verður þú morgunmanneskja“ þar sem hún gaf lesendum hagnýt ráð sem hún fylgir sjálf. 

07:00 – Friðsæl morgun- og bænastund

Kardashian leggur mikla áherslu á að eyða morgnunum sínum á eins friðsælan hátt og mögulegt er. Hún vaknar klukkan 7:00 og segist forðast að nota hinar hefðbundnu „háværu“ vekjaraklukkur til að halda taugakerfinu rólegu. Þá segir hún einnig mikilvægt að fólk hvíli símann þegar það vaknar.

Því næst nýtur hún bæna- og þakklætisstundar á baðherbergi sínu, en hún mælir eindregið með því að fólk taki frá smá stund á morgnanna til að ígrunda og setja jákvæðan tón fyrir daginn. 

07:30 – Kollagendrykkur og töfrate

Það fyrsta sem Kardashian fær sér á morgnanna er kollagendrykkur. Hún drekkur einnig heimatilbúið eplate á hverjum einasta morgni til að vekja kerfið, en hún segir drykkinn vera fullan af lífrænum og ónæmisbætandi hráefnum eins og túrmerik og engifer. 

Eftir það fer hún í æfingarföt og keyrir börnin sín í skólann. 

08:30 – Jákvæð bílferð með börnin

Á leiðinni í skólann leggur Kardashian áherslu á að hlusta á jákvæð og upplífgandi lög til að koma fjölskyldunni í gott skap. Hún segist pakka í skólatöskur barnanna sinna kvöldið áður til þess að fjölskyldan geti átt streitulausan morgun. 

09:45 – Líkamsrækt

Þegar börnin eru komin í skólann fer Kardashian á æfingu, en hún segir hreyfingu vera ómissandi hluta af daglegri rútínu sinni. Hún reynir að æfa sex sinnum í viku og segir reglulega hreyfingu veita henni jafnvægi, hamingju og sjálfsöryggi. 

Til að passa upp á fjölbreytileikann og koma í veg fyrir að hún fái leið á hreyfingunni er Kardashian með tvo mismunandi einkaþjálfara sem hún skiptist á að fara til.

12:30 – Hádegisverður og hristingur

Kardashian leggur áherslu á heilsusamlegt mataræði, en í hádeginu fær hún sér gjarnan kúrbíts-núðlur, súrdeigsbrauð með vegan smjöri og súrum gúrkum, mandarínur og hinn fræga avókadó-hristing. 

Í hristingnum er meðal annars avókadó, próteinduft úr beinaseyði, kollagenduft, MCT-olía og spirulína svo eitthvað sé nefnt, en drykkurinn hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá Kardashian í nokkur ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál