„Maður segir ekki við sjálfan sig að maður sé fáviti“

Margrét Leifsdóttir, heilsumarkþjálfi og arkitekt, hefur þungar áhyggjur af mikilli neyslu fólks á gervisykri. Hún segir frá þessu í heilsuþáttum sem unnir eru í samvinnu við Feel Iceland. Margrét segir að það þurfi að hugsa um heilsuna heildrænt en eitt af því sé að fólk sýni sjálfu sér mildi. 

„Ég legg mikið upp úr samskiptum við okkur sjálf. Ef maður ætlar að gera eitthvað varðandi góða heilsu er að koma vel fram við sig. Maður segir ekki við sjálfan sig að maður sé fáviti og ómöguleg. Maður talar við sig eins og maður sé að tala við sína bestu vinkonu. Maður reynir að vera dálítið peppandi,“ segir Margrét. 

Hún segir að ef hún borði eitthvað sem sé ekki gott fyrir hana sjálfa þá dragi hún sig ekki niður í svaðið. 

„Ef maður borðar eitthvað sem maður á ekki að borða þá segir maður bara, koma svo. Það kemur dagur eftir þennan dag. Þetta var áhugavert og ég naut þess, þetta var sjúklega gott, en mér leið kannski ekki rosalega vel á eftir. Ég ætla að bíða með að gera þetta eitthvað í bráð,“ segir Margrét.

Talið berst að gervisykri. Margrét segist hafa þungar áhyggjur af neyslu hans hjá fólki í dag. 

„Það er verið að tengja gervisykur við alls konar sjúkdóma. Hann hefur slæm áhrif á hormónakerfið og ýtir undir insúlínónæmi til dæmis. Hann hefur áhrif á þarmaflóruna okkar en hún er undirstaða góðrar heilsu,“ segir Margrét. 

Morgunte Margrétar Leifsdóttur 

  • safi úr ½ sítrónu
  • 2 msk. Feel Iceland Collagen-duft
  • 250 ml hitað vatn
  • 2-3 msk. Chia gel 

Aðferð: 

  1. Setjið vatn í ketil og sjóðið.
  2. Kreistið safa úr sítrónu í blandara og setjið collagenið út í.
  3. Þegar vatnið er tilbúið má setja það ásamt chia-gelinu í blandarann og blandið þessu saman þar til collagen-duftið er alveg uppleyst.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál