„Við borðuðum roð, gerðum beinasoð og borðuðum skinnið“

Lára G. Sigurðardóttir læknir og eigandi Húðarinnar segir að mataræði fólks hafi breyst mjög mikið á 50 árum. Hún bendir á að fólk sé ekki að fá þau efni úr fæðunni sem það var að fá hér áður fyrr. Í heilsuþátt­um sem unn­ir eru í sam­vinnu við Feel Ice­land seg­ir hún að fólk hafi borðað alla hluta af dýrinu en í dag borði fólk yfirleitt bara vöðvana af dýrinu. 

„Það má líta á kollagen sem byggingarefni fyrir líkamann. Ef við horfum til baka þá vorum við að borða alla parta af dýrinu venjulega. Við borðuðum roð, gerðum beinasoð og borðuðum skinnið. Núna hefur fæðuinntaka okkar breyst töluvert og við erum að taka inn meira af hreinum kjötvöðva og minna af skinninu. Vöðvi inniheldur bara 1 eða 2% af kollageni á meðan skinnið inniheldur 75% og beinið 90%. Þannig að með því að taka inn kollagen þá erum við að taka inn amínósýrur sem við fáum ekki mikið af dagsdaglega úr fæðunni okkar,“ segir Lára.  

Lára hefur stúderað kollagen töluvert og segir það vera eitt algengasta prótein líkamans. Raunar séu 30% allra próteina líkamans kollagen. Fæðubótarefni sem byggi á kollageni sé þó búið að brjóta niður í peptíð. Rannsóknir hafi sýnt að það geti örvað frumur í liðum og húð. „Ef við horfum bara aftur til fimmtíu ára þá vorum við að borða alla parta af dýrinu. Við borðuðum roð, við gerðum beinasoð og við borðuðum skinnið. Núna hefur fæðuinntaka okkar breyst svolítið. Við erum að taka inn meira af hreinum kjötvöðva og minna af skinninu. En vöðvi inniheldur bara 1-2% af kollageni. Á meðan skinnið innheldur 75% og beinið 90%. Þannig að með því að taka inn kollagen fæðubótarefni þá erum við að fá amínósýrur sem við fáum kannski ekki daglega,“ segir Lára.

Súkkulaðidrykkur Láru (fyrir 4)

  • 1 lárpera
  • 1 og 1/2 banani
  • 4-6 döðlur
  • 1 msk. kakó
  • 2 msk. kollagenduft
  • 3 bollar súkkulaðimjólk
  • 1 msk. hemp fræ (má sleppa)
  • 1 msk. mulin hörfræ (má sleppa)

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman. Hægt að nota minni súkkulaðimjólk til að breyta í desert. Lára notar hreint cacao sem er næringarríkast, kollagen frá Feel Iceland og sojasúkkulaðimjólk frá Alpro. Fræin notar Lára til að koma ómega-3 fitusýrum og fleiri góðum næringarefnum í heimilismeðlimi og sjálfa mig. Hún bendir á að fólk geti stjórnað hversu sætur drykkurinn er með döðlunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál