Lykilatriði að fara út fyrir þægindaramann og gefast ekki upp

Tinna Sif Teitsdóttir byrjaði að æfa fimleika þegar hún var …
Tinna Sif Teitsdóttir byrjaði að æfa fimleika þegar hún var sex ára gömul. Samsett mynd

Tinna Sif Teitsdóttir byrjaði að æfa áhaldafimleika þegar hún var sex ára gömul í Gerplu. Á ferli sínum vann hún til fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla, en þegar hún var 17 ára gömul ákvað hún að leggja fimleikaólarnar á hilluna. Í kjölfarið upplifði hún sig týnda þar sem fimleikarnir höfðu átt hug hennar allan um langt skeið. 

Hún fann svo fimleikaástríðuna aftur í hópfimleikum eftir að hafa ákveðið að kíkja á æfingu með vinkonu sinni og er í dag landsliðskona í hópfimleikum og var lykilmanneskja í liðinu þegar þær unnu Evrópumeistaratitil árið 2021. Samhliða fimleikunum stundar Tinna nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. 

Tinna fann ástríðuna fyrir fimleikum aftur þegar hún mætti á …
Tinna fann ástríðuna fyrir fimleikum aftur þegar hún mætti á hópfimleikaæfingu árið 2020.

Hvenær byrjaðir þú að æfa fimleika og varstu strax heilluð af íþróttinni?

Fimleikar var ekki fyrsta íþróttin sem ég fór í heldur æfði ég fótbolta í dálítinn tíma, æfði dans, keppti á nokkrum frjálsíþróttamótum en fimleikarnir varð íþróttin sem heillaði mig mest.“

Fimleikarnir voru sú íþrótt sem heillaði Tinnu mest.
Fimleikarnir voru sú íþrótt sem heillaði Tinnu mest.

Hvenær skiptir þú yfir í hópfimleika og var það erfið ákvörðun?

Í kringum 17 ára aldurinn hætti ég í áhaldafimleikum þar sem áhuginn fór minnkandi og langaði mig að gera eitthvað annað. Ég var mjög týnd og vissi ekki hvað ég átti að gera við tímann minn eftir að ég hætti þar sem fimleikar voru númer eitt hjá mér í mörg ár.

Vinkona mín dró mig svo með á hópfimleikaæfingu 2020. Ég var smeyk við það fyrst og var ekki viss hvort það væri það sem mig langaði að gera. Það er allt önnur tækni og reglur í hópfimleikum miðað við áhaldafimleikana svo þetta var ekki auðveld breyting. Eftir nokkra mánuði í hópfimleikum fannst mér þetta vera skemmtilegra en áhaldafimleikarnir. Ég komst í landsliðið í hópfimleikum og keppti á mínu fyrsta Evrópumóti í hópfimleikum 2021 þar sem við urðum Evrópumeistarar.“

Tinna varð Evrópumeistari í hópfimleikum með liði sínu árið 2021.
Tinna varð Evrópumeistari í hópfimleikum með liði sínu árið 2021.

Hvar æfir þú í dag og hve margar klukkustundir á viku?

„Ég skipti yfir í Stjörnuna árið 2022 og æfi þar fjórum sinnum í viku í þrjár klukkustundir í senn með auka styrktaræfingum tvisvar í viku sem eru ein til ein og hálf klukkustund.“

Tinna æfir 14 til 15 klukkustundir á viku.
Tinna æfir 14 til 15 klukkustundir á viku.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Týpískur dagur hjá mér er að ég vakna í kringum 7:00 og fer í ræktina þar sem ég geri bland af styrktaræfingum eða hlaupi, fæ mér síðan morgunmat í kringum 8:30 sem inniheldur gott magn af próteini, oftast ommeletta eða próteinboost.

Ég fer í skólann frá klukkan 10:00 til 15:00 og eftir skóla kem ég heim og hvíli mig aðeins áður en ég græja mig fyrir æfingu. Ég fæ mér alltaf hafragraut fyrir æfingu sem hefst síðan klukkan 19:00 og er til klukkan 22:00. Eftir æfingu kem ég heim og fæ mér eitthvað létt að borða, oftast einhvern afgang af kvöldmat, fer síðan í sturtu og reyni að fara sofa sem fyrst þar sem æfingar klárast seint að kvöldi til.“

Tinna byrjar daginn alltaf á góðum morgunmat sem inniheldur nóg …
Tinna byrjar daginn alltaf á góðum morgunmat sem inniheldur nóg af próteinum.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég á mér engan ákveðin fatastíl heldur hendi ég mér bara í eitthvað sem er þægilegt en finnst mjög gaman að dressa mig upp þegar það er hlýtt úti og er oftast með skartgripi líka.“

Tinnu þykir skemmtilegt að dressa sig upp þegar það er …
Tinnu þykir skemmtilegt að dressa sig upp þegar það er hlýtt úti.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Mér finnst mjög gaman að mála mig og nota oftast hyljara og sólarpúður með smá kinnalit dagsdaglega. Uppáhaldsnyrtivörurnar mínar eru Give me sun-sólarpúðrið frá MAC og hyljari frá Too Faced.“

Give me sun-sólarpúðrið frá MAC er í sérstöku uppáhaldi hjá …
Give me sun-sólarpúðrið frá MAC er í sérstöku uppáhaldi hjá Tinnu.

En fyrir keppni?

„Á keppnisdegi þarf liðið að vera með svipaða förðun svo við málum okkur aðeins meira en hversdagslega, setjum á okkur svartan eyeliner og svo glimmer eyeliner yfir það sem gerir okkur extra sætar og glitrandi á mótinu.“

Á keppnisdegi þarf liðið að hafa svipaða förðun sem inniheldur …
Á keppnisdegi þarf liðið að hafa svipaða förðun sem inniheldur svartan eyeliner og glimmer eyeliner.

Hver heldur þú að sé lykillinn að því að þú hafir komist á þann stað sem þú ert á í dag?

„Lykillinn að því að ég er kominn á staðinn sem ég er á í dag er að fara út fyrir þægindarammann og gefast ekki upp. Það er alltaf óþægilegt að fara út fyrir þægindarammann en það skilar meiri framförum en að vera alltaf fastur á sama stað. Að hafa mikla trú á sjálfum mér, frá þjálfurum og liðsfélögum hefur einnig hjálpað mér að komast á staðinn sem ég er á í dag.“

Tinna segir mikilvægt að þora að fara út fyrir þægindaramann …
Tinna segir mikilvægt að þora að fara út fyrir þægindaramann þótt það sé óþægilegt.

Hvert er þitt stærsta afrek?

„Ég myndi segja að stærsta afrekið mitt í fimleikum hafi verið að vinna Evrópumótstitilinn 2021 með liðinu og vera valin Íþróttakona Kópavogs 2021. Ég var nýbyrjuð í hópfimleikum og þessi afrek voru mjög súrrealísk og einstök og létu mig vilja stefna ennþá lengra í hópfimleikunum.

Árið 2021 var Tinna valin Íþróttakona Kópavogs.
Árið 2021 var Tinna valin Íþróttakona Kópavogs.

Hvernig dílar þú við stress og mótlæti tengt æfingum og keppnum?

„Stress og kvíði er mjög algengt hjá íþróttafólki og upplifi ég sjálf mikinn kvíða sem fór að draga úr frammistöðunni minni í keppni. Ég ákvað að leita til íþróttasálfræðings til að vinna með hugleiðslu og afslappandi aðferðir eins og djúpöndunar æfingar, til að hjálpa mér að stjórna kvíðanum.

Ég nota einnig skynmyndaþjálfun kvöldið fyrir mót og á mótsdegi og hef notað þetta hjálpartæki lengi í fimleikum. Það er mikilvægt að hafa hausinn vel fókusaðan á mótsdegi og hjálpa skynmyndaþjálfun vel þar sem ég sé fyrir mér stökkin mín og hvernig ég framkvæmi þau í salnum sem ég mun keppa í svo ég stíg örugg inn á keppnisgólfið. Hugafarið er mjög mikilvægt á keppnisdegi og tala ég oft við sjálfa mig á jákvæðan hátt áður en ég stíg inn í keppnishöllina, hughreysti mig og segi við sjálfa mig að ég sé með þetta.“

Tinna notar mikið hugleiðslu og öndunaræfingar til að ná stjórn …
Tinna notar mikið hugleiðslu og öndunaræfingar til að ná stjórn á kvíðanum.

Hver er uppáhaldsæfingin þín? 

„Mitt uppáhaldsstökk er þrefalt heljarstökk með hálfum á trampólíni.“

Hvað finnst þér mest krefjandi við íþróttina? En mest gefandi?

Það sem er mest krefjandi við íþróttina eru líklegast meiðslin. Þau geta látið mann fara í frekar neikvætt hugarfar og dregið mann langt til baka frá áttinni sem maður ætlaði að stefna í. Ég sleit liðband í ökklanum sex vikum fyrir Evrópumótið í Lúxemborg árið 2022 og átti ekki að geta keppt. Ég var komin langt inn í ferlið og það var lítið eftir svo þetta var frekar erfitt fyrir andlegu hliðina. Ég hætti samt sem áður aldrei að trúa því að ég myndi geta það og var ákveðin í því að keppa.

Sjúkraþjálfarinn minn og fjölskyldan studdu mikið við bakið á mér og hjálpuðu mér að hugsa jákvætt allt ferlið. Ég náði þokkalega fljótum bata og keppti loks á mótinu þrátt fyrir að liðbandið hafi ekki náð að gróa alveg saman.

Það sem er mest gefandi við fimleikana er að ná loks markmiðum sem maður hefur sett sér og öll vinnan sem maður hefur lagt í það, það er í raun engin betri tilfinning en það að afreka stór markmið í íþróttinni og jafnvel að afreka eitthvað sem maður var ekkert að búast við. Það sem er einnig gefandi við fimleikana er að maður myndar ótrúlega sterk tengsl við stelpurnar í liðinu og eru þetta nánustu vinkonur mínar í dag.“

Tinna hefur þurft að glíma við meiðsli tengd íþróttinni sem …
Tinna hefur þurft að glíma við meiðsli tengd íþróttinni sem hún segir hafa verið afar krefjandi.

Hvaða mót eru framundan og hvernig ertu að undirbúa þig undir þau?

„Næsta mót er íslandsmót sem er 25 maí. Þar sem það er langt í það mót er ég að bæta við erfiðleika í stökkunum mínum og fínpússa þau öll fyrir mótin. Eftir íslandsmótið mun ég stefna á Evrópumót í október sem verður haldið í Azerbaijan.“ 

Ertu með einhver góð ráð fyrir ungt íþróttafólk?

„Ég myndi hvetja annað íþróttafólk að leita sér til hjálpar hjá sálfræðingi, íþróttasálfræðingi, næringarþjálfara eða einhverjum sérfræðingum ef þau eru að díla við einhverja erfiðleika hvort sem það er mataræðið, hausinn eða líkaminn.

Ég sjálf reyndi að díla við margt á minn eigin veg og fannst ég ekki þurfa aðstoð við neitt en ég komst ekki mikið áfram þannig. Ég er mjög þakklát í dag að ég hafi tekið skrefið að leitast til fólks sem kann að hjálpa manni að vinna úr allskonar hindrunum. Það er mikilvægt að næra sig vel, ná góðum svefni og hvíld þar sem það sem maður gerir fyrir utan íþróttina hefur mikil áhrif á velgengnina í henni inn á æfingum og í keppni.“

Tinna hvetur íþróttafólk eindregið til að leita sér hjálpar, hvort …
Tinna hvetur íþróttafólk eindregið til að leita sér hjálpar, hvort sem það er hjá sálfræðingi, íþróttasálfræðingi, næringarþjálfara eða viðeigandi fagfólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál