Fataherbergi slá í gegn á Instagram

Bleiki liturinn er alls ráðandi í þessu fataherbergi.
Bleiki liturinn er alls ráðandi í þessu fataherbergi. Skjáskot/Instagram

Svo virðist sem fataherbergi hafi sótt í sig veðrið á samfélagsmiðlum. Þegar maður slær inn myllumerkið #dressingrooms á instagram fær maður upp tæp 800 þúsund niðurstöður. Þá horfðu um 16 milljónir á umfjöllun um fataherbergi Kendall Jenner á youtube. Svo virðist sem fataherbergi sé ekki lengur aðeins á færi þeirra ríku og frægu og sífellt fleiri ákveða að hanna sitt eigið fataherbergi.

Staður afslöppunar

Það að geta gengið inn í fataherbergi þar sem allt á sér sinn stað og er skipulagt t.d. eftir litum getur haft mjög róandi áhrif á fólk. Fataherbergið verður því ákveðinn griðastaður og staður afslöppunar, sérstaklega ef maður bætir við bekk til að tylla sér á eða jafnvel sófa.

Hreyfiskynjarar og led-ljós

Sérfræðingar segja að margir vilji hafa hurðir á fataskápunum nema þar sem skór og töskur eru höfð til sýnis. Þá séu opnar hillueiningar málið. Það heitasta núna er glerhillur sem hafa hreyfiskynjara og led-ljós sem lýsa upp hlutina um leið og þú gengur inn í herbergið. 

Claire Chanelle stílisti á fallegt fataherbergi. Hún fer þangað til …
Claire Chanelle stílisti á fallegt fataherbergi. Hún fer þangað til þess að slaka á og horfa á fínu töskurnar sínar sem hún hefur unnið hörðum höndum fyrir. Skjáskot/Instagram

Snagar til að minna á nýjustu kaupin

„Ég ólst upp við mikla fátækt og hef þurft að hafa fyrir öllu í lífinu. Fjölskyldan mín missti allt þegar ég var barn og eitt sinn fór mamma mín með mig í Harrods þar sem við sáum fínar konur snæða hádegisverð. Mamma sagði að svona líf gæti ég eignast ef ég legði mig fram. Ég fékk starf í Harrods og vann mig upp,“ segir Claire Chanelle í viðtali við Sunday Times. 

Claire Chanelle er með glæsilega ljósakrónu og skápaeyju í fataherberginu.
Claire Chanelle er með glæsilega ljósakrónu og skápaeyju í fataherberginu. Skjáskot/Instagram

„Fataherbergið mitt er sá staður sem ég kem til þess að hugleiða. Ég horfi á allar fínu töskurnar sem mig dreymdi alltaf um að eignast og sé að draumar mínir hafa ræst. Ég er með mjög gott skipulag á öllu þarna inni. Svo finnst mér gott að hafa nokkra snaga fyrir utan skápinn þar sem ég hengi upp fötin sem ég ætla að vera í á ákveðnum viðburði eða til þess að minna mig á að klæðast því sem ég er nýbúin að kaupa,“ segir Chanelle. Hún er einnig með spegla innan á skáphurðunum svo hún sjái sig úr öllum áttum og með lýsingu í skúffunum þar sem hún geymir skartgripina.

Þetta fataherbergi er dálítið villt og sýnir að það megi …
Þetta fataherbergi er dálítið villt og sýnir að það megi alveg hugsa út fyrir boxið þegar kemur að hönnun fataherbergja. Skjáskot/Instagram

Öðruvísi fataherbergi með neonskilti

Robyn Donaldson segist hafa breytt aukaherbergi sínu í fataherbergi. „Þetta var algjört forgangsmál þegar við hjónin keyptum íbúðina. Ég er mikill safnari og tíska er stór þáttur af lífi mínu. Það var því mjög mikilvægt fyrir mig að búa til pláss fyrir fötin mín og fylgihluti þannig að ég gæti notið þeirra og sótt þangað innblástur. Mér fannst mikilvægt að herbergið væri líflegt og skemmtilegt. Ég lét útbúa bleikt Dolly Parton-neonljós þar sem hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo málaði ég herbergið rautt því ég klæðist mikið rauðu, sá litur fer mér vel og sómir sér vel sem bakgrunnur á instagrammyndunum mínum,“ segir Donaldson.

Stór spegill og sófi setur punktinn yfir i-ið.
Stór spegill og sófi setur punktinn yfir i-ið. Skjáskot/Instagram

„Allar hillurnar eru öðrum megin og fötin flokkuð eftir flokkum á borð við mynstur, einlitt, buxur, bolir o.fl. Þá er ég með gamlan lyfjaskáp fyrir skartgripi, ilmvötn og hárskraut. Á veggnum á móti er ég með risastóran barokkspegil sem ég keypti á Ebay. Svo er frábært að vera með sófa þarna inni,“ segir Donaldson.

Passað er upp á að fötin sem eru til sýnis …
Passað er upp á að fötin sem eru til sýnis séu bleik í stíl við herbergið. Dökku fötin eru geymd í lokuðum skápum. Skjáskot/Instagram

Bleikt fataherbergi með Pax-einingum úr IKEA

Gemma Markland hannar brúðkaup og hafði alltaf dreymt um að eignast eigið fataherbergi. „Þegar ég og maður minn vorum að leita að framtíðarheimilinu pössuðum við upp á það að þar yrði fataherbergi. Ég vildi hafa það bleikt og stelpulegt og passa að hafa til sýnis þar föt sem eru líka bleik. Dekkri föt eru geymd inni í lokuðum fataskáp. Ég fer inn í fataherbergið, loka að mér og á þar miklar gæðastundir með sjálfri mér, set á mig andlitsmaska og slaka á. Það er gott að hafa opnar hillueiningar því þá getur maður séð fyrir sér ákveðna fatasamsetningu. Ég notaði Pax-einingarnar úr IKEA. Sumum finnst ég skrítin að leggja svona mikið upp úr fataherbergi en ég elska þetta,“ segir Markland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál