Viðar og Thelma selja 215 milljóna glæsihús

Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson og sálfræðineminn Thelma Rán Óttarsdóttir hafa sett glæsilegt hús sitt á sölu. Húsið er við Perlukór í Kópavogi og einstakt á margan hátt. Húsið er 290 fm að stærð og var byggt 2007. 

Húsið er teiknað af Kurt og Pí arkitektum og hverfist um innigarð sem myndar gegnsæi milli hæða og dreifir birtu um rýmin. Húsið hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra hönnunarverðlauna sem kemur ekki á óvart því hönnunin er engu lík. 

Eldhúsið er einstaklega fallegt. Það er með fjölmörgum skápum og skúffum en þar mætast eik og burstað stál. Hnausþykk borðplata er á eyjunni sem gerir hönnunina einstaklega fallega. 

Við hlið eldhússins er borðstofuborð og svo tekur stofan við. Úr þessu rými er hægt að labba beint út í garð í gegnum risastóra rennihurð. 

Eins og sjá má á myndum á fasteignavef mbl.is er fegurðin mikil. Ef þú þráir að búa í hönnunarparadís þá er þetta hús eitthvað fyrir þig. 

Af fasteignavef mbl.is: Perlukór 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál