Stílhrein útsýnisíbúð við smábátahöfnina

Við Tangabryggju í Reykjavík er að finna smekklega 86 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2018. Eignin státar af stórkostlegu sjávarútsýni yfir smábátahöfnina og 40 fm svölum. 

Í björtu alrými eru eldhús, stofa og borðstofa samliggjandi. Eldhúsinnréttingin er stílhrein með stórri eyju. Í stofunni gefur silfraður bogadreginn gólflampi rýminu skemmtilegan karakter. Tvö samsíða málverk í borðstofunni hleypa svo mikilli mýkt í rýmið. 

Frá stofu er útgengt á rúmgóðar 40 fm svalir.

Tvö svefnherbergi, annars vegar 13 fm og hins vegar 12 fm, eru í íbúðinni ásamt snyrtilegu baðherbergi með sturtu. Í báðum herbergjum eru góðir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn með glæsilegu útsýni.

Af fasteignavef mbl.is: Tangabryggja 18

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda