Björg selur eina dýrustu íbúð miðbæjarins

Við Bryggjugötu 6 er að finna glæsilega 202 fm íbúð …
Við Bryggjugötu 6 er að finna glæsilega 202 fm íbúð sem státar af miklu útsýni yfir höfnina. Ljósmynd/Samsett

Björg Bergsveinsdóttir, fjárfestir og eiginkona Eggerts Dagbjartssonar viðskiptamanns, hefur sett 202 fm íbúð sína við Bryggjugötu á sölu. Björg er búsett í Bandaríkjunum ásamt Eggerti, sem hefur verið reglulega í fréttum hérlendis vegna fjárfestina. Hann er til dæmis einn af þeim sem kom að byggingu á Edition hótelinu sem er við Hörpu. 

Björg festi kaup á íbúðinni við Bryggjugötu í 9. mars 2022 en nú er íbúðin komin á sölu. Íbúðin er einstaklega vönduð og smart með gluggum á þremur hliðum. Ekkert var til sparað þegar íbúðin var innréttuð en þar er að finna hnotuinnréttingar frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Í eldhúsinu er kvartssteinn á borðplötum og falleg eyja sem aðskilur eldhús frá stofu. 

Ítalskar innréttingar úr hnotu prýða eldhúsið.
Ítalskar innréttingar úr hnotu prýða eldhúsið. Ljósmynd/Miklaborg
Bryggjugata 6 er við hliðina á Editon hótelinu.
Bryggjugata 6 er við hliðina á Editon hótelinu. Ljósmynd/Miklaborg

Fjallað hefur verið um fasteignakaup hjónanna á Smartlandi nokkrum sinnum. Árið 2016 kom fram að hjónin byggju í afar glæsilegu húsi sem gert hafði verið upp af arkitektastofunni Atelier sem er í eigu Björns Skaftasonar. 

Björg á einnig íbúðir við Vatnsstíg 16-18. Þar á meðal 312 fm íbúð á efstu hæð sem þykir víst með þeim flottari á landinu en hún festi kaup á íbúðinni 2013. 

Af fasteignavef mbl.is: Bryggjugata 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál