Hanna Maja og Lárus keyptu glæsihús lýtalæknis

Hanna Maja og Lárus Guðmundsson hafa fest kaup á fallegu …
Hanna Maja og Lárus Guðmundsson hafa fest kaup á fallegu einbýlishúsi á Arnarnesinu. mbl.is/​Snjókall­inn

Arnarnesið í Garðabæ er vinsæll staður til að búa á. Á dögunum setti Ágúst Birgisson lýtalæknir einbýlishús sitt við Haukanes á sölu. Um er að ræða 274 fm einbýli sem reist var 1973. Húsið er á tveimur hæðum og afar glæsilegt með risastóru steyptu bílaplani fyrir utan og vel skipulögðum garði sem nostrað hefur verið við. 

Húsið hefur verið mikið endurnýjað á stílhreinan hátt. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða eldhúsið og má þar finna svartan granítstein. Tveir bakaraofnar eru í eldhúsinu og stór eyja setur svip sinn á eldhúsið. 

Eyjan í eldhúsinu er stór og myndarleg með granítsteini.
Eyjan í eldhúsinu er stór og myndarleg með granítsteini.
Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar og tveir bakaraofnar.
Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar og tveir bakaraofnar.

Úr húsinu er gott útsýni út á Fossvoginn en þar er líka gróðursæll suðurgarður þar sem hægt er að njóta veðursældar. 

Nú hefur húsið verið selt á 225.000.000 kr. Kaupendur eru María Jóhanna Sigurðardóttir, oftast kölluð Hanna Maja, og Lárus Guðmundsson. Hún er sminka en hann hefur verið í veitingarekstri. 

Húsið stendur á horni og er gott útsýni af efri …
Húsið stendur á horni og er gott útsýni af efri hæðinni út á Fossvoginn.

Fram kom í fréttum á mánudaginn að Ágúst hefði fest kaup á einbýlishúsi við Láland í Fossvogi. 

Smartland óskar Hönnu Maju og Lárusi til hamingju með nýja húsið! 

Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður með steyptu bílaplani …
Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður með steyptu bílaplani og fallegum gróðri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál